Þann 2. nóvember ætlum við að hafa safnaðarfund sem verður með sérstöku afmælissniði. Tilefnið er 85 ára afmæli kirkjunnar á þessu ári. Við munum hefja stundina á bænastund, lofgjörð og brauðsbrotningu kl. 17:00 og eftir það verður borðhald í sal kirkjunnar. Yfir borðhaldinu fáum við að heyra stuttlega sögu kirkjunnar og sjá nokkur skemmtileg myndbrot frá gömlum tíma.
Allir meðlimir kirkjunnar eru hjartanlega velkomnir. Skráning í matinn er hjá Dísu í síma 846 1790 eða á netfanginu hvitak@hvitak.is. Við skulum endilega fjölmenna og njóta þess að koma saman.
Comments