top of page

Barnastarf


Á sunnudögum kl. 11:00 mæta börnin í aðalsal kirkjunnar og eru með fullorðnum á samkomu fyrstu 10-15 mínúturnar. Þá fara börnin í barnakirkjuna með leiðtogum barnastarfsins. Þar fá börnin að heyra sögur, syngja, lita, föndra og leika sér í frjálsum leik. Einnig er aðstaða aftast í aðalsal kirkjunnar fyrir þau börn sem heldur vilja vera þar.

Fjölbreytt barnastarf er innan Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi. Um Verslunarmannahelgina er haldið ,,Barnamót" í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð og er þar frábær dagskrá fyrir börn á öllum aldri.


Megingildin í barnastarfi kirkjunnar og á mótunum eru kærleikur og vinátta. Lögð er áhersla á  að kenna börnunum og unglingunum góð gildi, kærleiksríka framkomu og virðingu gagnvart náunganum.

 

Allir eiga að finna sig velkomna í kirkjuna okkar!

bottom of page