top of page

Hvernig eru samkomurnar?

 

Samkomurnar hjá okkur er frekar óformlegar. Venjuleg samkoma er um það bil 75 mínútur frá upphafi til enda. Við leggjum mikla áherslu á tónlist og höfum í bland gamla góða Hörpustrengjasálma ásamt nýrri tónlist sem er í takt við tímann.

Fyrri hluti samkomunnar er að mestu söngur, síðan er gert hlé á söng og farið yfir starfið og einnig er gefið tækifæri til þess að styrkja það starf sem kirkjan stendur fyrir.

Predikunin er alla jafna 20-30 mínútur. Áherslan hjá okkur er að predikunin sé úr Orði Guðs, Biblíunni, hún sé hagnýt og tengist daglegum veruleika. Allir ættu að geta tekið eitthvað til sín og vonandi fundið uppbyggingu fyrir anda og sál og fengið að kynnast kærleika Jesú Krists og frelsisverki hans.

Í lok hverrar samkomu er fyrirbæn í boði fyrir þá sem vilja.

Eftir samkomu er alltaf boðið upp á kaffi og léttar veitingar í kaffisal kirkjunnar. Þar gefst tækifæri til að kynnast fólki, spjalla saman og eiga yndislegt samfélag. Þá er líka tilvalið að fræðast betur um starfsemi kirkjunnar.

​

Félagslíf

 

Í kirkjunni er fólk sem kemur alls staðar að úr samfélaginu og á öllum aldri og algengt er að fólk myndi góð vináttutengsl hvert við annað.

Heimahópar eru starfræktir í kirkjunni, það eru fjölbreyttir hópar sem fólk starfrækir á heimilum sínum og í kirkjunni. Hóparnir hittast ýmist viku- eða hálfs mánaðarlega, lesa Biblíuna, fjalla um kennsluefni úr kirkjunni, biðja saman og kynnast. Hægt er að óska eftir að komast í heimahóp gegnum skrifstofu kirkjunnar.

Einnig eru Lífhópar. Þar eru það vinir sem lesa Biblíuna og hittast fyrst og fremst til að byggjast upp og vera stuðningur og hvatning fyrir hver annan.

Í kirkjunni eru margar þjónustur sem þarf að sinna og fögnum við því þegar við fáum nýtt fólk til liðs við okkur.

 

Hafðu samband – Við viljum gjarnan heyra í þér! Fylltu út formið og við verðum í sambandi við þig.

Ef ég vil ganga í kirkjuna?

 

Við tökum vel á móti öllum þeim sem vilja tilheyra kirkjunni og taka þátt í okkar sameiginlegu vegferð. Það er eðlilegt fyrsta skref að byrja að sækja samkomur og taka þátt í kirkjulífinu áður en ákvörðun er tekin um að ganga í kirkjuna.

Ef þú hefur spurningar varðandi trú kirkjunnar eða afstöðu í einstökum málum er auðsótt að fá viðtal við prestinn og fá svör.

Til þess að verða fullgildur meðlimur í kirkjunni þarf viðkomandi að hafa verið skírð/ur. Þá er miðað við skírn trúaðra, þ.e.a.s. að viðkomandi hafi tekið niðurdýfingarskírn þegar hann var kominn til vits og ára. Kirkjan kemur fúslega til móts við þá sem ekki hafa tekið skírn en hafa áhuga á því. Skírnarfræðsla er í boði fyrir alla sem vilja.

Hafa samband

Takk fyrir að hafa samband,
við munum svara fljótlega! 

bottom of page