Hvernig eru samkomurnar?

Samkomurnar hjá okkur er frekar óformlegar. Venjuleg samkoma er um það bil 75 mínútur frá upphafi til enda. Við leggjum mikla áherslu á tónlist og höfum í bland gamla góða Hörpustrengjasálma ásamt nýrri tónlist sem er í takt við tímann.

Fyrri hluti samkomunnar er að mestu söngur, síðan er gert hlé á söng og farið yfir dagskrána fram undan og einnig er gefið tækifæri til þess að styrkja kirkjustarfið.

Predikunin er alla jafna 20-30 mínútur. Áherslan hjá okkur er að predikunin sé úr Orði Guðs, Biblíunni, hún sé hagnýt og tengist daglegum veruleika. Allir ættu að geta tekið eitthvað til sín og vonandi fundið uppbyggingu fyrir anda og sál og fengið að kynnast kærleika Jesú Krists og frelsisverki hans.

Í lok hverrar samkomu er fyrirbæn í boði fyrir þá sem vilja.

Eftir samkomu er alltaf boðið upp á kaffi og léttar veitingar í kaffisal kirkjunnar. Þar gefst tækifæri til að kynnast fólki, spjalla saman og eiga yndislegt samfélag. Þá er líka tilvalið að fræðast betur um starfsemi kirkjunnar.

Okkur finnst gott að geta haft samband við fólk ef það leyfir. Þeir sem fylla út upplýsingaspjald frá kirkjunni, fá litla gjöf.

Félagslíf

Í kirkjunni er fólk sem kemur alls staðar að úr samfélaginu og á öllum aldri og algengt er að fólk myndi góð vináttutengsl hvert við annað.

Heimahópar eru starfræktir í kirkjunni, það eru fjölbreyttir hópar sem fólk starfrækir á heimilum sínum og í kirkjunni. Hóparnir hittast ýmist viku- eða hálfs mánaðarlega, lesa Biblíuna, fjalla um kennsluefni úr kirkjunni, biðja saman og kynnast. Hægt er að óska eftir að komast í heimahóp gegnum skrifstofu kirkjunnar.

Einnig eru Lífhópar. Þar eru það vinir sem lesa Biblíuna og hittast fyrst og fremst til að byggjast upp og vera stuðningur og hvatning fyrir hver annan.

Í kirkjunni eru margar þjónustur sem þarf að sinna og fögnum við því þegar við fáum nýtt fólk til liðs við okkur.

Hafðu samband – Við viljum gjarnan heyra í þér! Fylltu út formið og við verðum í sambandi við þig.

Dagskrá
Kirkjan er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 10:00 - 12:00

Sunnudagar

11:00 - Samkoma og barnastarf

Mánudagar

16:30 - Biblíulestur - Bænastund

Þriðjudagar

Kirkjan er opin þri.-fös. kl. 10:00-12:00
Þessa daga er bænastund kl. 10:30

18:30 Unglingastarf - Alfa
(Hefst 2. febrúar 2023)
Unglingastarfið er opið öllum 13 ára og eldri.
Byrjum á að borða saman kvöldmat, síðan er kennsla og gott samfélag

Miðvikudagar

16:30 - Barnakirkja fyrir 5-12 ára
(Hressing kl. 16:00)
Skapandi starf þar sem börnin læra um kærleika Jesú. Sögur, söngur, verkefni og umræður. Skráning á netfangið hvitak@hvitak.is

19:30 - 21:00 - Heimahópur - Ungfullorðnir

Fimmtudagar

10:00-12:00 Kaffihúsamorgnar
Heitar vöfflur og ilmandi kaffibolli í boði kirkjunnar.

18:00 Alfa fyrir fullorðna
(Hefst 9. febrúar 2023)

Aðfangadagur og Nýársdagur

16:00 Hátíðarsamkoma

Kótilettukvöld til styrktar Bjarmahlíð, 2019

Ef ég vil ganga í kirkjuna?

Við tökum vel á móti öllum þeim sem vilja tilheyra kirkjunni og taka þátt í okkar sameiginlegu vegferð. Það er eðlilegt fyrsta skref að byrja að sækja samkomur og taka þátt í kirkjulífinu áður en ákvörðun er tekin um að ganga í kirkjuna.

Ef þú hefur spurningar varðandi trú kirkjunnar eða afstöðu í einstökum málum er auðsótt að fá viðtal við prestinn og fá svör.

Til þess að verða fullgildur meðlimur í kirkjunni þarf viðkomandi að hafa verið skírð/ur. Þá er miðað við skírn trúaðra, þ.e.a.s. að viðkomandi hafi tekið skírn þegar hann var kominn til vits og ára. Kirkjan kemur fúslega til móts við þá sem ekki hafa tekið skírn en hafa áhuga á því. Skírnarfræðsla er í boði fyrir alla sem vilja.

Hafa samband

Hér fyrir neðan má senda inn skilaboð.

Skilaboð þín hafa verið sent!
Obbosí! eitthvað fór úrskeiðis..
Jóhannesarguðspjall 16:24

Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið og þér munuð öðlast svo að fögnuður yðar verði fullkominn.

1. Jóhannesarbréf 3:21-22

Þið elskuðu, ef hjartað dæmir okkur ekki, þá höfum við djörfung til Guðs. Og hvað sem við biðjum um fáum við hjá honum af því að við höldum boðorð hans og gerum það sem honum er þóknanlegt.

Matteusarguðspjall 21:22

,,Ef þið trúið munuð þið öðlast allt sem þið biðjið.“

Orðskviðirnir 16:3

Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur.

Jeremía 33:3

Hrópaðu til mín! Ég mun bænheyra þig og ég mun kunngjöra þér mikla hluti og leyndardómsfulla sem þú hefur ekki áður þekkt. 

Jóhannesarguðspjall 15:7

Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið og yður mun veitast það.

Kólusubréfið 1:9-12

Ég bið þess að Guð láti anda sinn auðga ykkur að þekkingu á vilja sínum með allri speki og skilningi svo að þið breytið eins og Guði líkar og þóknist honum á allan hátt, að þið berið ávöxt með hvers kyns góðum verkum og vaxið að þekkingu á Guði.

Hebreabréfið 10:22-23

Göngum því fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti, með hjörtum sem hreinsuð hafa verið og eru laus við meðvitund um synd, og með líkömum sem laugaðir hafa verið í hreinu vatni. Höldum fast við játningu vonar okkar án þess að hvika því að trúr er sá sem fyrirheitið hefur gefið.

Matteusarguðspjall1 8:19-20

Enn segi ég yður: Ef tveir yðar verða einhuga hér á jörð í bæn sinni mun faðir minn á himnum veita þeim allt sem þeir biðja um. Því að hvar semtveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“

Lúkasarguðspjall 1:37

,,......en Guði er enginn hlutur um megn.“

Jóhannesarguðspjall 14:13-14

Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni það mun ég gera svo að faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég geraþað.

Jakobsbréfið 1:5-6

Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. En hann biðji í trú án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu er rís og hrekst fyrirvindi. 

Sálmur 84-12

Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn og synjar þeim engra gæða sem ganga í grandvarleik.

Matteus 25:40

Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.

Matteus 19:14

En Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi þvíað slíkra er himnaríki.“

Lúkas 11:9-10

Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

Opnunartími Skrifstofu

Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00

Viðtalstímar

Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi

Félagsmiðlar

Facebook
Instagram

Gjafir & tíund

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052