top of page

Gjafir & tíund

Sælla er að gefa en þiggja.
Postulasagan 20:35

​

Það er gott að gefa af sér og skiptir þá máli að gefa með gleði, hvort sem um er að ræða kærleiksverk, vinnuframlag eða fjármagn. â€‹

​Á flestum samkomum sem haldnar eru í kirkjunni fá allir tækifæri til að gefa. Allt starf kirkjunnar byggist á tíund og gjöfum. Stundum er safnað fyrir sérstöku málefni og er það þá sérstaklega tekið  fram, en kirkjan styrkir ýmis góð málefni á hverju ári. Um er að ræða stuðning við starfsemi í heimabyggð, á landsbyggðinni og út fyrir landsteinana.


Tekið er við peningagjöfum og einnig er hægt að nota kort í posa á staðnum eða leggja inn á bankareikning kirkjunnar.

Eins og fram kemur í 2. Korintubréfi 7:9, þá elskar Guð glaðan gjafara og því er nauðsynlegt að sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða nauðung. Það er öllum frjálst að gefa og einnig má sleppa því og mikilvægt að allir viti að það er ekki skylda að gefa.

Í Markúsarguðspjalli 12:43-44 lesum við um fátæku ekkjuna sem gaf af skorti sínum. Þessi kona átti minna en flestir, en hún átti kærleika og hlýtt hjarta. Mörg okkar höfum fengið að kynnast góðu og gjafmildu fólki á lífsleið okkar og fáum tækifæri hvern dag til að feta í þeirra fótspor.

Öll erum við kölluð af Guði til að gefa og þó okkur finnist kannski lítið það sem við getum, þá sér Guð hjörtu okkar og þekkir þann hug sem er á bak við hverja gjöf. Gefum af heilum hug með gleði og af hjarta.

bottom of page