top of page

Bæn & Samfélag


Á mánudögum kl. 16:30 eru bænastundir sem  er öllum opnar. Þar biðjum við fyrir innsendum bænarefnum, við biðjum fyrir kirkjunni, landi okkar og þjóð og einnig biðjum við fyrir friði, einingu og heilbrigði um allan heim. Við trúum að Guð svari bænum okkar og margir í kirkjunni eiga vitnisburði um það hvernig Guð hefur umbreytt aðstæðum, læknað og leyst.

Hægt er að skrifa niður bænarefni og setja í bænakörfu sem er í kirkjunni og einnig er hægt að senda inn bænarefni með tölvupósti á hvitak@hvitak.is, eða hér á síðunni

Kirkjan er opin alla þriðjudaga til föstudaga kl. 10:00 til 12:00. Við bjóðum upp á kaffisopa, spjall, bænastundir kl. 10:30 og einstaklingsviðtöl.

Allir hjartanlega velkomnir!
 

​

Heimahópar


Heimahópur fær fyrirmynd sína í Biblíunni. Þar er um að ræða litla hópa sem hittast saman í heimahúsum. Markmiðið er að kynnast, mynda gott samfélag og byggjast saman upp í trú á Jesú. Í hópunum gefst tækifæri til að byggja upp traust og góða vináttu. Hóparnir geta verið ólíkir, sumir leggja áherslu á bæn, aðrir lesa mikið í Biblíunni og/eða fara saman yfir kennsluefni.

Hóparnir ráða sjálfir hversu oft er hist. Sumir hittast vikulega, aðrir hálfsmánaðarlega og aðrir einu sinni í mánuði. Aðal málið er að öllum líði vel. Algengt er að í boði séu léttar veitingar og boðið upp á fyrirbæn. Það er mikil blessun að fá tækifæri til að vera þátttakandi í heimahóp. Hver sem áhuga hefur getur haft samband við skrifstofuna eða við prest kirkjunnar.

​

Lífhópar


fhópar eru fyrst og fremst vinir sem hittast með það að markmiði að byggjast markvissupp og vera til staðar hver fyrir annan.

5 einföld skref

  1. Hittast einu sinni í viku, 1 - 1,5 klst. nægir. Kynbundnir hópar (karlar sér, konur sér).

  2. Lesa talsvert í Biblíunni á viku. Allir lesa sama efnið, 20 - 25 kaflar er æskilegt.

  3. Svara heiðarleikaspurningum hvert fyrir annað.

  4. Beðið fyrir bænarefnum og tilteknu fólki sem maður vill að komist til trúar.

  5. Þegar hópurinn stækkar í 4 er skipt í 2 hópa sem síðan leitast báðir við að bæta í sinn hóp.
     

Heiðarleikaspurningar​

  • Náði ég að lesa, biðja og hlusta eins og til stóð? Hvað stendur upp úr eftir lesturinn?

  • Þarf ég að játa einhverja synd? Hefur verið einhver óheiðarleiki í lífi mínu gagnvart Guði, öðru fólki eða sjálfum mér? Hef ég látið undan fíkn?

  • Er líf mitt vitnisburður um Jesú? Er ég eins í orði og á borði?
    Sagði ég frá Jesú og/eða hafði ég góð áhrif á fólk í vikunni.

  • Hvernig eru samskipti mín við fjölskyldu og maka? Fá þau næga athygli frá mér?

  • Þarf ég að fyrirgefa eða biðjast fyrirgefningar?

  • Hvernig ganga fjármálin. Er ég heiðarleg/ur, er ég að eyða of mikið, er ég að gefa og spara?

  • Hvernig er líkamlega heilsan? Stunda ég hreyfingu og hvíld?

Viðmiðunarreglur


Talaðu aðeins út frá þínum hugsunum og tilfinningum. Hverjum og einum er frjálst að tjá sig án truflunar. Nafnleysi og trúnaður eru grunnskilyrði. Það sem sagt er í hópnum skal haldið innan hópsins. Eina undantekningin er ef einhver hótar að skaða sjálfan sig eða aðra.

bottom of page