Kótilettukvöld
- hvitak
- 3 days ago
- 1 min read
Laugardaginn 25. október var haldið hið árlega kótilettukvöld kirkjunnar. Uppselt var á viðburðinn og komust færri að en vildu. Guðrún Guðmundsdóttir og Jóhanna Norðfjörð voru veislustjórar og sáu til þess að allir færu heim saddir og sælir eftir frábæra kvöldstund. Í ár var safnað fyrir Vonarljós, kvennameðferð TC, sem er sérhæft meðferðarúrræði fyrir konur sem leita bata frá fíkn og erfiðleikum.

Svava Björg Mörk, framkvæmdastjóri TC á Íslandi og eiginmaður hennar, Jóhann Kristmundsson sögðu frá starfi TC. Einnig var með þeim Katrín Inga Hólmsteinsdóttir, formaður TC hér á landi og Erla Björk Jónsdóttir sagði frá reynslu sinni af TC og hvernig samtökin veittu henni uppbyggilega fræðslu á batagöngu sinni. Fjölmargir lögðu hönd á plóg við undirbúning kvöldsins og mörg fyrirtæki gáfu happdrættisvinninga og/eða aðrar góðar gjafir og afslætti. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Um 140 manns sóttu viðburðinn og söfnuðust um 1.000.000 kr fyrir Vonarljós. Megi góður Guð blessa allar þær konur sem þangað leita og gefa þeim nýtt líf og vonarríka framtíð.





Comments