Hvað er Alfa?
Alfa er 11 vikna námskeið sem fjallar á einfaldan hátt um kristna trú og boðskap Biblíunnar. Námskeiðið svarar mörgum spurningum sem almennt brenna á fólki. Það er sett fram á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Hópurinn hittist einu sinni í viku í tvær klukkustundir í senn.
Hvert kvöld hefst á kvöldverði og í kjölfarið er kennsla sem stendur í rúmar tuttugu mínútur og á eftir er skipt í umræðuhópa þar sem allir geta tjáð sig eins og hver vill.
Þegar námskeiðið er u.þ.b. hálfnað fer hópurinn eina helgi út úr bænum, þar sem hluti námskeiðsins er tekinn fyrir. Fjallað er þá daga sérstaklega um Heilagan Anda.
Þúsundir Íslendinga hafa sótt Alfa námskeið undanfarin ár og virkilega notið vel og haft bæði gagn og gaman af.
Kostnaður er í algjöru lágmarki, kr. fimm þúsund. Mörg stéttarfélög og verkalýðsfélög veita styrki til námskeiða eins og Alfa.
Á vorönninni 2024 verður Alfa fyrir tvo hópa á sama tíma. Einn hópur fyrir ungt fólk (ca. 13-16 ára) og einnig fullorðins hópur. Alfa verður á þriðjudögum kl. 18:00 til 20:00.
Endilega sendu okkur línu ef þú hefur áhuga á að vera með á næsta Alfa námskeiði og þú færð sendar frekari upplýsingar.