Nýr tónlistarstjóri
- hvitak
- 20 minutes ago
- 1 min read
Með gleði tilkynnum við spennandi breytingar á tónlistarteymi kirkjunnar! Anna Júlíana Þórólfsdóttir hefur tekið við hlutverki tónlistarstjóra af Sigurði Ingimarssyni. Við bjóðum Önnu Júlíönu hjartanlega velkomna í þetta hlutverk.

Anna Júlíana mun leiða lofgjörðina í vetur. Með reynslu hennar og fagmennsku erum við sannfærð um að tónlistarstarfið muni blómstra undir hennar handleiðslu.
Við viljum einnig þakka Sigurði Ingimarssyni kærlega fyrir hans framlag í gegnum árin og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Hlökkum til að fylgjast með þeim spennandi verkefnum sem framundan eru í tónlistarstarfi kirkjunnar undir stjórn Önnu Júlíönu!
Comments