Ungfullorðinsstarf
16-25 ára
Ungfullorðinsstarf kirkjunnar er fyrir allt ungt fólk á aldrinum 16-25 ára. Þau hittast einu sinni í viku, alla þriðjudaga kl. 18:30 og byrja á að borða saman áður en fjölbreytt dragskrá hefst. Unga fólkið eru mörg hver virk í starfi kirkjunnar og mæta á samkomur á sunnudögum kl. 11:00. Þar sem unga fólkið er þar er líf og fjör.
Fjölbreytt starf er innan Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi fyrir ungt fólk. Fyrir utan hefðbundið starf í kirkjunum um landið eru einstaklingar duglegir að hafa samband sín á milli og einnig eru haldin nokkur unglinga- og ungfullorðins mót og er þá misjafnt hvar á landinu auk þess sem þétt dagskrá er á Kotmóti í Kirkjulækjarkoti um Verslunarmannahelgina. Á Akureyri höldum við ,,Kolamót" þar sem lögð er áhersla á að hrista vel saman góða hópa og mynda tengsl.
Megingildin í starfi kirkjunnar og á mótunum eru kærleikur og vinátta. Lögð er áhersla á að kenna um góð gildi, kærleiksríka framkomu og virðingu gagnvart náunganum.
Allir eiga að finna sig velkomna í kirkjuna okkar!