Velkomin í Hvítasunnukirkjuna á Akureyri
Samkomur alla sunnudaga kl. 11:00 - Bænastund alla mánudaga kl. 17:00 - Kirkjan opin alla þriðjudaga-föstudaga kl. 10:00-12:00.
Allir eru hjartanlega velkomnir í kirkjuna. Sunnudagssamkomur eru líflegar stundir, þar sem lögð er áhersla á predikun Orðsins, fjölbreytta tónlist og Guðlega lækningu í gegnum fyrirbæn. (Túlkun á ensku í boði)
Við leggjum okkur fram um að taka vel á móti fólki, hvort sem þú tilheyrir kirkjunni eða hefur aldrei komið áður.
Á sama tíma er Barnakirkja fyrir yngstu börnin. Yfirumsjón með barnastarfinu hefur Steinunn Ósk Ólafsdóttir. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt starf, sagðar eru sögur, sungið, föndrað og margt fleira skemmtilegt og skapandi starf. Börnin byrja á að vera með á samkomunni í stóra sal kirkjunnar og fara síðan saman í barnastarfið með leiðtogunum.
Félagslíf
Í kirkjunni er fólk sem kemur alls staðar að úr samfélaginu og á öllum aldri og algengt er að fólk myndi góð vináttutengsl hvert við annað.
Heimahópar eru starfræktir í kirkjunni, það eru fjölbreyttir hópar sem fólk starfrækir á heimilum sínum. Hóparnir hittast ýmist viku- eða hálfs mánaðarlega, lesa Biblíuna, fjalla um kennsluefni úr kirkjunni, biðja saman og kynnast. Hægt er að óska eftir að komast í heimahóp gegnum skrifstofu kirkjunnar.
Einnig eru Lífhópar. Þar eru það vinir sem lesa Biblíuna og hittast fyrst og fremst til að byggjast upp og vera stuðningur og hvatning fyrir hver annan.
Í kirkjunni eru margar þjónustur sem þarf að sinna og fögnum við því þegar við fáum nýtt fólk til liðs við okkur.
Hafðu samband – Við viljum gjarnan heyra í þér! Fylltu út formið og við verðum í sambandi við þig.
Dagskrá
Kirkjan er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 10:00 - 12:00
(Lokað í sumar, opnar aftur 14. ágúst)
Sunnudagar
11:00 - Samkoma og barnastarf
Mánudagar
17:00 - Bænastund
Þriðjudagar
Kirkjan er opin þri.-fös. kl. 10:00-12:00
Þessa daga er bænastund kl. 10:30
18:00-20:00 Alfa (hefst 10. sept.)
Við byrjum á að borða saman kvöldmat, síðan er kennsla, umræður og gott samfélag.
Miðvikudagar
17:00 - 18:00 Barnakór (hefst 11. sept.)
Börn 8-12 ára - annanhvern miðvikudag kór og annanhvern barnastarf.
Fimmtudagar
10:00-12:00 Kaffihúsamorgnar
Heitar vöfflur og ilmandi kaffibolli í boði kirkjunnar.
Laugardagar
10:30 - 12:00 Karlamorgunn
Einu sinni í mánuði