Suma daga sjáum við að vor er í lofti og sumarið á næstaleiti. Sumardagurinn fyrsti er fimmtudaginn 21. apríl 2022. Þá munum við bjóða sumarið velkomið með bænagöngu um bæinn okkar Akureyri.
Á áratugi hefur það verið árviss viðburður á nokkrum stöðum á landinu að fólk hefur tekið sig saman og gengið um göturnar og blessað land og þjóð.
Við hvetjum alla til að taka þátt í bænagöngunni, sem hefst kl. 10:00 og gengið verður frá Hvítasunnukirkjunni.
Eftir bænagönguna verður boðið upp á kaffi og meðlæti í kirkjunni.
Comments