top of page

Sunnudagssamkomur

Samkomurnar hjá okkur eru frekar óformlegar. Venjuleg samkoma er um það bil 75 mínútur frá upphafi til enda. Við leggjum mikla áherslu á tónlist og höfum í bland gamla góða Hörpustrengja sálma ásamt nýrri tónlist sem er í takt við tímann.

Lesa meira

Bæn & Samfélag

Á mánudögum kl. 16:30 er Biblíulestur og bænastund sem er öllum opin. Þar biðjum við fyrir innsendum bænarefnum, við biðjum fyrir kirkjunni, landi okkar og þjóð og einnig biðjum við fyrir friði, einingu og heilbrigði um allan heim. Við trúum að Guð svari bænum okkar og margir í kirkjunni eiga vitnisburði um það hvernig Guð hefur umbreytt aðstæðum, læknað og leyst.

Lesa meira

Ungfullorðinsstarf

Ungfullorðinsstarf kirkjunnar er fyrir allt ungt fólk. Þau hittast einu sinni í viku, alla þriðjudaga kl. 18:00. Nú á vorönninni er verið að fara yfir Alfa, en þar er boðið upp á kvöldverð, góða kennslu og líflegar umræður. Unga fólkið okkar eru mörg hver virk í starfi kirkjunnar og mæta á samkomur á sunnudögum kl. 11:00. Þar sem unga fólkið er þar er líf og fjör.

Lesa meira

Barnastarf

Á sunnudögum kl. 11:00 mæta börnin í aðalsal kirkjunnar og eru með fullorðnum á samkomu fyrstu 10-15 mínúturnar. Þá fara börnin í barnakirkjuna með leiðtogum barnastarfsins. Þar fá börnin að heyra sögur, syngja, lita, föndra og leika sér í frjálsum leik. Einnig er aðstaða aftast í aðalsal kirkjunnar fyrir þau börn sem heldur vilja vera þar. 

Lesa meira

 

Ef ég vil ganga í kirkjuna?

Við tökum vel á móti öllum þeim sem vilja tilheyra kirkjunni og taka þátt í okkar sameiginlegu vegferð. Það er eðlilegt fyrsta skref að byrja að sækja samkomur og taka þátt í kirkjulífinu áður en ákvörðun er tekin um að ganga í kirkjuna.

 

Ef þú hefur spurningar varðandi trú kirkjunnar eða afstöðu í einstökum málum er auðsótt að fá viðtal við prestinn og fá svör.

 

Til þess að verða fullgildur meðlimur í kirkjunni þarf viðkomandi hafi verið skírð/ur. Þá er miðað við skírn trúaðra, þ.e.a.s. að viðkomandi hafi tekið skírn þegar hann var kominn til vits og ára. Kirkjan kemur fúslega til móts við þá sem ekki hafa tekið skírn en hafa áhuga á því. Skírnarfræðsla er í boði fyrir alla sem vilja.

Dagskrá

Kirkjan er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 10:00 - 12:00              (Lokað í sumar, opnar aftur 14. ágúst)

Sunnudagar

11:00 - Samkoma og barnastarf
 

nudagar

16:30 - Biblíulestur - Bænastund

Þriðjudagar

Kirkjan er opin þri.-fös. kl. 10:00-12:00
Þessa daga er bænastund kl. 10:30


18:00 - 20:00 Alfa
Við byrjum á að borða saman kvöldmat, síðan er kennsla,umræður  og gott samfélag.

 

Miðvikudagar 20. mars til 1. maí

16:30 - 18:00 Biblíukennsla  
Hvað þýðir það að vera kristinn?

Fimmtudagar

10:00-12:00 Kaffihúsamorgnar
Heitar vöfflur og ilmandi kaffibolli í boði kirkjunnar.

bottom of page