top of page

Unglingastarf

13-15 ára

 

Unglingastarf kirkjunnar er fyrir alla unglinga á aldrinum 13-15 ára. Þau hittast einu sinni í viku, alla fimmtudaga kl. 18:00-20:00. Annan hvorn fimmtudag er Alfa námskeið fyrir þau og hinn fimmtudaginn er unglingasamvera. Bæði námskeiðið og unglingasamveran byrja á léttum kvöldverði áður en fjölbreytt dragskrá hefst.

IMG_1475.heic

Umsjón með unglingastarfinu hefur Erla Björk Jónsdóttir. 

Fjölbreytt starf er innan Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi fyrir unglinga og ungt fólk. Fyrir utan hefðbundið starf í kirkjunum um landið eru einstaklingar duglegir að hafa samband sín á milli og einnig eru haldin nokkur unglinga- og ungfullorðins mót og er þá misjafnt hvar á landinu auk þess sem þétt dagskrá er á Kotmóti í Kirkjulækjarkoti um Verslunarmannahelgina.

Megingildin í starfi kirkjunnar og á mótunum eru kærleikur og vinátta. Lögð er áhersla á  að kenna um góð gildi, kærleiksríka framkomu og virðingu gagnvart náunganum.

Allir eiga að finna sig velkomna í kirkjuna okkar!

  • Instagram

Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

 Lúkas 11:9-10

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Upplýsingar

hvitak@hvitak.is
(+354) 461 2220
Skarðshlíð 18, 603 Akureyri

  • alt.text.label.Facebook
  • Instagram

Opnunartími skrifstofu

Gjafir & tíund

Þriðjudaga til föstudaga

kl. 10:00 - 12:00

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052

Viðtalstímar eru á opnunartíma skrifstofu

og utan opnunartíma eftir samkomulagi

bottom of page