top of page

Biblíulestrar

Á miðvikudögum eru Biblíulestrar frá kl. 19-20

Við lesum saman í Biblíunni og ræðum saman um viðfangsefni dagsins. Biblíulesturinn hjálpar okkur til að dýpka skilning okkar á því hver Guð er og hvaða erindi orð hans á við okkur í dag. Við eigum uppbyggjandi og skemmtilega samveru, styrkjum samband okkar við Guð og hvort annað. Allir eru hjartanlega velkomnir!

 

Bible reading in English – Every Tuesday from 19:00-20:00
Join us for Bible study in English every Tuesday from 19:00 to 20:00. We read together from the Bible and discuss the topic of the day. The Bible study helps us deepen our understanding of who God is and how His Word speaks to us today. We share enjoyable fellowship together and strengthen our relationship with God. All English-speaking people are welcome!

Heimahópar


Heimahópur fær fyrirmynd sína í Biblíunni. Þar er um að ræða litla hópa sem hittast saman í heimahúsum. Markmiðið er að kynnast, mynda gott samfélag og byggjast saman upp í trú á Jesú. Í hópunum gefst tækifæri til að byggja upp traust og góða vináttu. Hóparnir geta verið ólíkir, sumir leggja áherslu á bæn, aðrir lesa mikið í Biblíunni og/eða fara saman yfir kennsluefni.

Hóparnir ráða sjálfir hversu oft er hist. Sumir hittast vikulega, aðrir hálfsmánaðarlega og aðrir einu sinni í mánuði. Aðal málið er að öllum líði vel. Algengt er að í boði séu léttar veitingar og boðið upp á fyrirbæn. Það er mikil blessun að fá tækifæri til að vera þátttakandi í heimahóp. Hver sem áhuga hefur getur haft samband við skrifstofuna eða við prest kirkjunnar.

Lífhópar


fhópar eru fyrst og fremst vinir sem hittast með það að markmiði að byggjast markvissupp og vera til staðar hver fyrir annan.

5 einföld skref

  1. Hittast einu sinni í viku, 1 - 1,5 klst. nægir. Kynbundnir hópar (karlar sér, konur sér).

  2. Lesa talsvert í Biblíunni á viku. Allir lesa sama efnið, 20 - 25 kaflar er æskilegt.

  3. Svara heiðarleikaspurningum hvert fyrir annað.

  4. Beðið fyrir bænarefnum og tilteknu fólki sem maður vill að komist til trúar.

  5. Þegar hópurinn stækkar í 4 er skipt í 2 hópa sem síðan leitast báðir við að bæta í sinn hóp.
     

Heiðarleikaspurningar

  • Náði ég að lesa, biðja og hlusta eins og til stóð? Hvað stendur upp úr eftir lesturinn?

  • Þarf ég að játa einhverja synd? Hefur verið einhver óheiðarleiki í lífi mínu gagnvart Guði, öðru fólki eða sjálfum mér? Hef ég látið undan fíkn?

  • Er líf mitt vitnisburður um Jesú? Er ég eins í orði og á borði?
    Sagði ég frá Jesú og/eða hafði ég góð áhrif á fólk í vikunni.

  • Hvernig eru samskipti mín við fjölskyldu og maka? Fá þau næga athygli frá mér?

  • Þarf ég að fyrirgefa eða biðjast fyrirgefningar?

  • Hvernig ganga fjármálin. Er ég heiðarleg/ur, er ég að eyða of mikið, er ég að gefa og spara?

  • Hvernig er líkamlega heilsan? Stunda ég hreyfingu og hvíld?

Viðmiðunarreglur


Talaðu aðeins út frá þínum hugsunum og tilfinningum. Hverjum og einum er frjálst að tjá sig án truflunar. Nafnleysi og trúnaður eru grunnskilyrði. Það sem sagt er í hópnum skal haldið innan hópsins. Eina undantekningin er ef einhver hótar að skaða sjálfan sig eða aðra.

Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

 Lúkas 11:9-10

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Upplýsingar

hvitak@hvitak.is
(+354) 461 2220
Skarðshlíð 18, 603 Akureyri

  • alt.text.label.Facebook
  • Instagram

Opnunartími skrifstofu

Gjafir & tíund

Þriðjudaga til föstudaga

kl. 10:00 - 12:00

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052

Viðtalstímar eru á opnunartíma skrifstofu

og utan opnunartíma eftir samkomulagi

bottom of page