Bæn & Samfélag

Á mánudögum kl. 16:30 eru bænastundir sem  er öllum opnar. Þar biðjum við fyrir innsendum bænarefnum, við biðjum fyrir kirkjunni, landi okkar og þjóð og einnig biðjum við fyrir friði, einingu og heilbrigði um allan heim. Við trúum að Guð svari bænum okkar og margir í kirkjunni eiga vitnisburði um það hvernig Guð hefur umbreytt aðstæðum, læknað og leyst.

Hægt er að skrifa niður bænarefni og setja í bænakörfu sem er í kirkjunni og einnig er hægt að senda inn bænarefni með tölvupósti á hvitak@hvitak.is, eða hér á síðunni

Kirkjan er opin alla þriðjudaga til föstudaga kl. 10:00 til 12:00. Við bjóðum upp á kaffisopa, spjall, bænastundir kl. 10:30 og einstaklingsviðtöl.

Allir hjartanlega velkomnir!

Heimahópar

Heimahópur fær fyrirmynd sína í Biblíunni. Þar er um að ræða litla hópa sem hittast saman í heimahúsum. Markmiðið er að kynnast, mynda gott samfélag og byggjast saman upp í trú á Jesú. Í hópunum gefst tækifæri til að byggja upp traust og góða vináttu. Hóparnir geta verið ólíkir, sumir leggja áherslu á bæn, aðrir lesa mikið í Biblíunni og/eða fara saman yfir kennsluefni.

Hóparnir ráða sjálfir hversu oft er hist. Sumir hittast vikulega, aðrir hálfsmánaðarlega og aðrir einu sinni í mánuði. Aðal málið er að öllum líði vel. Algengt er að í boði séu léttar veitingar og boðið upp á fyrirbæn. Það er mikil blessun að fá tækifæri til að vera þátttakandi í heimahóp. Hver sem áhuga hefur getur haft samband við skrifstofuna eða við prest kirkjunnar.

Lífhópar

Lífhópar eru fyrst og fremst vinir sem hittast með það að markmiði að byggjast markvisst upp og vera til staðar hver fyrir annan.

5 einföld skref

 1. Hittast einu sinni í viku, 1 - 1,5 klst. nægir. Kynbundnir hópar (karlar sér, konur sér).
 2. Lesa talsvert í Biblíunni á viku. Allir lesa sama efnið, 20 - 25 kaflar er æskilegt.
 3. Svara heiðarleikaspurningum hvert fyrir annað.
 4. Beðið fyrir bænarefnum og tilteknu fólki sem maður vill að komist til trúar.
 5. Þegar hópurinn stækkar í 4 er skipt í 2 hópa sem síðan leitast báðir við að bæta í sinn hóp.

Heiðarleikaspurningar

 • Náði ég að lesa, biðja og hlusta eins og til stóð? Hvað stendur upp úr eftir lesturinn?
 • Þarf ég að játa einhverja synd? Hefur verið einhver óheiðarleiki í lífi mínu gagnvart Guði, öðru fólki eða sjálfum mér? Hef ég látið undan fíkn?
 • Er líf mitt vitnisburður um Jesú? Er ég eins í orði og á borði?
  Sagði ég frá Jesú og/eða hafði ég góð áhrif á fólk í vikunni.
 • Hvernig eru samskipti mín við fjölskyldu og maka? Fá þau næga athygli frá mér?
 • Þarf ég að fyrirgefa eða biðjast fyrirgefningar?
 • Hvernig ganga fjármálin. Er ég heiðarleg/ur, er ég að eyða of mikið, er ég að gefa og spara?
 • Hvernig er líkamlega heilsan? Stunda ég hreyfingu og hvíld?

Viðmiðunarreglur

Talaðu aðeins út frá þínum hugsunum og tilfinningum. Hverjum og einum er frjálst að tjá sig án truflunar. Nafnleysi og trúnaður eru grunnskilyrði. Það sem sagt er í hópnum skal haldið innan hópsins. Eina undantekningin er ef einhver hótar að skaða sjálfan sig eða aðra.

Senda inn bænarefni

Bænastundir á mánudögum kl. 16:30

Hér fyrir neðan má senda inn skilaboð.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.
Jóhannesarguðspjall 16:24

Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið og þér munuð öðlast svo að fögnuður yðar verði fullkominn.

1. Jóhannesarbréf 3:21-22

Þið elskuðu, ef hjartað dæmir okkur ekki, þá höfum við djörfung til Guðs. Og hvað sem við biðjum um fáum við hjá honum af því að við höldum boðorð hans og gerum það sem honum er þóknanlegt.

Matteusarguðspjall 21:22

,,Ef þið trúið munuð þið öðlast allt sem þið biðjið.“

Orðskviðirnir 16:3

Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur.

Jeremía 33:3

Hrópaðu til mín! Ég mun bænheyra þig og ég mun kunngjöra þér mikla hluti og leyndardómsfulla sem þú hefur ekki áður þekkt. 

Jóhannesarguðspjall 15:7

Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið og yður mun veitast það.

Kólusubréfið 1:9-12

Ég bið þess að Guð láti anda sinn auðga ykkur að þekkingu á vilja sínum með allri speki og skilningi svo að þið breytið eins og Guði líkar og þóknist honum á allan hátt, að þið berið ávöxt með hvers kyns góðum verkum og vaxið að þekkingu á Guði.

Hebreabréfið 10:22-23

Göngum því fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti, með hjörtum sem hreinsuð hafa verið og eru laus við meðvitund um synd, og með líkömum sem laugaðir hafa verið í hreinu vatni. Höldum fast við játningu vonar okkar án þess að hvika því að trúr er sá sem fyrirheitið hefur gefið.

Matteusarguðspjall1 8:19-20

Enn segi ég yður: Ef tveir yðar verða einhuga hér á jörð í bæn sinni mun faðir minn á himnum veita þeim allt sem þeir biðja um. Því að hvar semtveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“

Lúkasarguðspjall 1:37

,,......en Guði er enginn hlutur um megn.“

Jóhannesarguðspjall 14:13-14

Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni það mun ég gera svo að faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég geraþað.

Jakobsbréfið 1:5-6

Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. En hann biðji í trú án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu er rís og hrekst fyrirvindi. 

Sálmur 84-12

Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn og synjar þeim engra gæða sem ganga í grandvarleik.

Matteus 25:40

Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.

Matteus 19:14

En Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi þvíað slíkra er himnaríki.“

Lúkas 11:9-10

Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

Opnunartími Skrifstofu

Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00

Viðtalstímar

Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi

Félagsmiðlar

Facebook
Instagram

Gjafir & tíund

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052