top of page
Search

UNGLINGA ALFA


Nú er að hefjast hjá okkur 10 vikna Alfa námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 19 ára. Námskeiðið, sem fjallar um ólíka þætti kristinnar trúar, er bæði fyrir þá sem eiga trú og einnig þá sem ekki trúa, en hafa áhuga á að vita meira. Kennt er á skemmtilegan hátt á ensku og myndböndin eru með íslenskum texta. Námskeiðið hefst 1. september og verður alla þriðjudaga. Hvert kvöld hefst með kvöldverðikl. 19:00 og í kjölfarið er kennsla sem stendur í rúmar tuttugu mínútur og eftir það er skipt í umræðuhópa. Á námskeiðstímanum fer hópurinn saman eina helgi út úr bænum. Námskeiðið er í umsjá Krista Metere og unglingastarfsins í Hvítasunnukirkjunni á Akureyriað Skarðshlíð 18 og er námskeiðskostnaður kr. 5.000,- Skráning og nánari upplýsingar veitir Alda María Norðfjörð í síma 846 7313.

 
 
 

Comments


Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

 Lúkas 11:9-10

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Upplýsingar

hvitak@hvitak.is
(+354) 461 2220
Skarðshlíð 18, 603 Akureyri

  • alt.text.label.Facebook
  • Instagram

Opnunartími skrifstofu

Gjafir & tíund

Þriðjudaga til föstudaga

kl. 10:00 - 12:00

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052

Viðtalstímar eru á opnunartíma skrifstofu

og utan opnunartíma eftir samkomulagi

bottom of page