top of page

UNGLINGA ALFA


Nú er að hefjast hjá okkur 10 vikna Alfa námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 19 ára. Námskeiðið, sem fjallar um ólíka þætti kristinnar trúar, er bæði fyrir þá sem eiga trú og einnig þá sem ekki trúa, en hafa áhuga á að vita meira. Kennt er á skemmtilegan hátt á ensku og myndböndin eru með íslenskum texta. Námskeiðið hefst 1. september og verður alla þriðjudaga. Hvert kvöld hefst með kvöldverðikl. 19:00 og í kjölfarið er kennsla sem stendur í rúmar tuttugu mínútur og eftir það er skipt í umræðuhópa. Á námskeiðstímanum fer hópurinn saman eina helgi út úr bænum. Námskeiðið er í umsjá Krista Metere og unglingastarfsins í Hvítasunnukirkjunni á Akureyriað Skarðshlíð 18 og er námskeiðskostnaður kr. 5.000,- Skráning og nánari upplýsingar veitir Alda María Norðfjörð í síma 846 7313.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page