top of page
Search

Sumartíminn í kirkjunni


Smá breyting verður á opnunartíma kirkjunnar í sumar þar sem við munum ekki hafa opið eins og venjulega á morgnana, þriðjudaga til föstudaga kl. 10-12, dagana 22. júní til og með 30. júlí og einnig fellur niður hefðbundin sunnudagssamkoma þann 1. ágúst sem er um komandi Verslunarmannahelgi. Að öðru leiti verður starfið eins og áður, þ.e. samkomur og barnastarf á sunnudögum kl. 11:00 og bænastundir á mánudögum kl. 17:00. Frá og með þriðjudeginum 3. ágúst verður opnunartímikirkjunnar eins og verið hefur. Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að Kotmót verður haldið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð um Verslunarmannahelgina og verður öll dagskrá úr aðalsal Arkarinnar send út þannig að þeir sem ekki hafa möguleika á að komast á mótið geta fylgst með á netinu. Þar sem margir af okkar fólki munu fjölmenna á Kotmót hefur verið ákveðið að fella niður samkomu sunnudaginn 1. ágúst og hvetjum við okkar fólk til að fylgjast með á heimsíunni www.kotmot.is og einnig á facebook síðu kirkjunnar okkar. Við í stjórn kirkjunnar óskum ykkur gleðilegs og sumars og biðjum ykkur Guðs blessunar.


 
 
 

Comments


Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

 Lúkas 11:9-10

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Upplýsingar

hvitak@hvitak.is
(+354) 461 2220
Skarðshlíð 18, 603 Akureyri

  • alt.text.label.Facebook
  • Instagram

Opnunartími skrifstofu

Gjafir & tíund

Þriðjudaga til föstudaga

kl. 10:00 - 12:00

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052

Viðtalstímar eru á opnunartíma skrifstofu

og utan opnunartíma eftir samkomulagi

bottom of page