top of page
Search

Sjómannasunnudagurinn


Sunnudaginn 7. júní höldum við hátíðlegan sjómannadaginn og verðum með samkomu kl. 11:00 í kirkjunni okkar og brauðsbrotningu. Við munum kveðja góða fjölskyldu og einnig verður skírn. Í Guðspjöllunum lesum við frásögnina af því þegar Jesús hvatti fólk til að fylgja honum og í Matteusarguðspjalli 4:18-20 segir: Jesús gekk með fram Galíleuvatni og sá tvo bræður, Símon, sem kallaður var Pétur, og Andrés, bróður hans, vera að kasta neti í vatnið en þeir voru fiskimenn. Hann sagði við þá: „Komið og fylgið mér og mun ég láta ykkur menn veiða.“ Og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum. Á haustdögum 2018 flutti til Akureyrar yndisleg fjölskylda alla leið frá Alabama, hjónin Bjarni Þór Erlingsson og Jenny Enyinda Erlingsson ásamt börnum þeirra fjórum, þeim Nyema, Þór, Eygerði og Moses. Hingað kom fjölskyldan til að þjóna Guði og hafa þau svo sannarlega verið mikil blessun bæði fyrir kirkjuna okkar og samfélagið á Akureyri. Nú hefur Guð kallað þau á nýjar slóðir og mun fjölskyldan flytja á suðurlandið nú í upphafi sumars og ætlum við að kveðja þau og blessa til þeirra verka sem Guð kallar þau. Við erum mikið þakklát fyrir tímann sem við höfum fengið að hafa þau hjá okkur og munu þau koma reglulega í heimsókn til okkar og þjóna í kirkjunni. Bjarni mun predika Guðs orð til okkar og Jenny mun einnig segja nokkur orð á samkomunni.

Eftir samkomuna ætlum við að koma saman í kaffisalnum og fá okkur hátíðarkaffi og meðlæti og njóta þess að vera saman. Allir hjartanlega velkomnir.

 
 
 

Comentarios


Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

 Lúkas 11:9-10

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Upplýsingar

hvitak@hvitak.is
(+354) 461 2220
Skarðshlíð 18, 603 Akureyri

  • alt.text.label.Facebook
  • Instagram

Opnunartími skrifstofu

Gjafir & tíund

Þriðjudaga til föstudaga

kl. 10:00 - 12:00

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052

Viðtalstímar eru á opnunartíma skrifstofu

og utan opnunartíma eftir samkomulagi

bottom of page