top of page

Samkoma 14. júní - Innsetning forstöðuhjóna

hvitak

Sunnudaginn 14. júní n.k. verður samkoma kl. 11:00 að vanda. Þann dag verða formlega blessuð inn í þjónustu hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson, en þau voru kosin til starfa á aðalfundi kirkjunnar sem haldinn var þann 5. mars s.l. Jóhanna Sólrún mun gegna stöðu forstöðumanns/prest og Haraldur vera hennar bakhjarl í starfinu og sinna ýmsum tilfallandi störfum. Við munum fá marga góða gesti víða að af landinu og í lok stundar fáum við okkur hátíðarkaffi og meðlæti og njótum dagsins. Guðs blessun verði yfir og allir eru hjartanlega velkomnir.

 
 
 

Comments


Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

 Lúkas 11:9-10

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Upplýsingar

hvitak@hvitak.is
(+354) 461 2220
Skarðshlíð 18, 603 Akureyri

  • alt.text.label.Facebook
  • Instagram

Opnunartími skrifstofu

Gjafir & tíund

Þriðjudaga til föstudaga

kl. 10:00 - 12:00

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052

Viðtalstímar eru á opnunartíma skrifstofu

og utan opnunartíma eftir samkomulagi

bottom of page