top of page

Samkoma á Hvítasunnudag

Þann 31. maí n.k. verður haldin hátíðarsamkoma, en þá er Hvítasunnudagur og er það einnig fyrsta samkoma eftir átta vikna hlé vegna Covid-19.

Við erum Guði mikið þakklát fyrir hve hratt og vel hefur gengið að ná niður þessari skaðlegu veiru og þökkum einnig því frábæra fólki sem hefur leitt þjóðina síðustu vikurnar og mun gera það áfram. Það er ástæða til að fagna og við hvetjum alla sem geta til að koma og vera með okkur á samkomunni, sem hefst kl. 11:00.


Anna Júlíana ásamt sönghóp kirkjunnur munu leiða lofgjörð, Jóhanna Sólrún Norðfjörð mun predika Guðs orð og Alda María Norðfjörð stjórnar stundinni.

Boðið verður upp á fyrirbæn fyrir þá sem vilja.

Að samkomu lokinni munum við koma saman í kaffisal kirkjunnar og fá okkur hátíðarkaffi ásamt meðlæti. Það er mikilvægt að geta komið saman og notið samfélags hvert með öðru í friði og kærleika Guðs.

1 view0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page