Safnaðarfundur verður haldinn í kirkjunni þriðjudaginn 18. ágúst n.k. kl. 18:00.
Farið verður yfir starf kirkjunnar, framkvæmdir innan og utan húss og einnig verður farið yfir fyrirhugaða dagskrá vetrarins. Mögulegt er að í einhverjum tilvikum þurfi að skoða breytingar á vetrardagskránni sem við erum vön í ljósi þeirrar alvarlegu stöðu sem við búum við í samfélaginu nú á tímum Covid 19. Guð gefi að nú styttist í að þessum óvíssutíma ljúki og vel takist að ná tökum á ástandinu.
Fundurinn verður haldinn í aðalsal kirkjunnar og biðjum við alla að gæta vel að tveggja metra fjarlægð við næsta einstakling og nota spritt við innganginn. Mikilvægt er að vinna saman að öllu starfinu og eru meðlimir kirkjunnar hvattir til að mæta.
Comments