top of page

Páskarnir í kirkjunniÞað er svo yndislegt hvað starf kirkjunnar er komið vel af stað. Við sjáum að fólk er farið að sækja samfélagið aftur eftir allar takmarkanirnar síðustu mánuði og finnum við hvað það er dýrmætt að geta komið saman í kirkjunni. Starf kirkjunnar heldur hefðbundinni dagskrá eins og áður og er auglýst frekar hér á heimasíðunni.

Á skírdag, fimmtudaginn 14. apríl, komum við saman og minnumst síðustu kvöldmáltíðar Jesú með lærisveinum sínum með samkomu og brauðsbrotningu kl. 17:00. Þá mun Ásdís Jóhannsdóttir tala Guðs orð. Á páskadag, sunnudaginn 17. apríl 2022, minnumst við upprisu Jesú og þá verður samkoma kl. 11:00 og mun Svava Björg Mörk predika. Á þessum samkomum fáum við að heyra yndislega lofgjörð og boðið verður upp á fyrirbæn. Barnastarf verður á meðan samkomum stendur.

Við óskum ykkur öllum gleðilegra páskahátíðar og biðjum Guðsblessunar inn á hvert heimili.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page