top of page

Mikið um að vera í starfi kirkjunnar


Þessa dagana er mikið um að vera í starfi kirkjunnar og mikil gleði í hópnum. Eitthvað er um að vera nánast alla daga vikunnar og hvetjum við fólk til að kynna sér dagskrána og taka þátt í því sem vekur áhuga.


Við erum með samkomur alla sunnudaga kl. 11:00 og eiga þar allir aldurshópar að finna eitthvað við sitt hæfi. Eftir samkomur fáum við okkur kaffi og meðlæti í kaffisal kirkjunnar og eigum þar gott samfélag.


 Á mánudögum erum við með Biblíulestra og bænastundir kl. 16:30 og skapast þar oft líflegar og skemmtilegar umræður í kjölfar Biblíulesturs.


Alfa námskeiðin

Það er gaman að segja frá því að um 25 manns sækja nú Alfa námskeið sem mun ljúka um miðjan mars n.k. Alfa-hópurinn fór um sl. helgi á Hólavatn og áttum við þar frábæran tíma saman og lauk helginni með vitnisburðastund á sunnudeginum í kirkjunni.

Á samkomuna mættu milli 80 og 90 manns og fengum við að heyra dásamlega vitnisburði um það hvernig stórkostleg umbreyting hefur átt sér stað í lífi fólks þegar Guð hefur fengið að komast að.


Biblíukennsla 20. mars til 1. maí 2024

Í kjölfar Alfa námskeiðsins verður boðið upp á Biblíukennslu á miðvikudögum kl. 16:30. Við munum fá kennslu um hvað það þýðir að vera kristinn og fáum frábæra Biblíukennara til liðs við okkur.

Endilega takið miðvikudagana frá á tímabilinu 20. mars til 1. maí n.k.


Kirkjan er opin alla þriðjudaga til föstudaga kl. 10:00 til 12:00 og á fimmtudögum eru sérstakir ,,Kaffihúsamorgnar“ sem eru öllum opnir. Þá bjóðum við upp á kaffi og rjúkandi heita vöfflur með sultu og rjóma.


Samfélag er eitthvað sem við þurfum öll á að halda

Verið öll hjartanlega velkomin til okkar <3

55 views0 comments

Recent Posts

See All

留言


bottom of page