Laugardaginn 19. nóvember 2022 kl. 18:00 munum við koma saman og gleðjast og hafa gaman á Kótilettukvöldi. Allan ágóða skemmtunarinnar mun Grófin Geðrækt fá. Einkunarorð Grófarinnar eru: Von – Bati – Samfélag. Það má með sanni segja að það séu einkunarorð í samræmi við starf kirkjunnar okkar.
Grófin geðrækt er gjaldfrjálst úrræði fyrir einstaklinga 18 ára og eldri á öllum stigum bataferlisins sem vilja auka virkni, komast í góðan félagsskap og stunda sjálfsvinnu á jafningjagrundvelli. Markmið Grófarinnar er meðal annars að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir til að vinna í sínum bata á eigin forsendum og á eigin ábyrgð, sem og að skapa vettvang fyrir alla þá sem vilja vinna að geðverndarmálum á jafningjagrunni, hvort sem þeir eru notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, fagaðilar, aðstandendur eða einfaldlega áhugafólk um framfarir í geðheilbrigðismálum! Auk þess er leitast við að bæta lífsgæði þátttakenda og að standa að samfélagsfræðslu og forvörnum til að auka skilning og draga úr fordómum gagnvart þeim sem glíma við geðraskanir. Einnig er stuðlað að bættri nálgun í geðheilbrigðiskerfinu þar sem hugmyndir valdeflingar um notendasýn og bataferli á jafningjagrunni fái aukið jafnvægi.
Auk góðrar skemmtunar verða í boði Kótilettur og tilheyrandi meðlæti og kaffi og konfekt.
Miðaverð er aðeins kr. 5.900,- og gildir hann sem happdrættismiði. Í Boði eru mjög góðir vinningar þar sem mörg fyrirtæki á Akureyri hafa lagt okkur lið. Börn yngri en 14 ára fá frítt inn í fylgd með fullorðnum.
Mikilvægt er að skrá sig tímanlega og koma við í kirkjunni og sækja miðana fyrir þann 15. nóvember þar sem uppselt hefur verið árin á undan. Dísa tekur við pöntunum í síma 846 1790 og einnig er hægt að koma við í kirkjunni þriðjudaga til föstudaga milli kl. 10 og 12.
Endilega vertu með í að styrkja mikilvægt málefni og stuðla þannigað bættri líðan, betra lífi og betra samfélagi. Við gerum þetta saman!
Hægt er að fræðast betur um starf Grófarinnar hér: https://www.grofinak.is/
Comments