top of page

Hvítasunnukirkjan á Akureyri 85 ára

85 ára afmæli Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri var fagnað þann 30. maí 2021.

Þar sem dagurinn bar upp á sunnudag var haldin afmælissamkoma kl. 11:00. Við fengum að heyra sögu kirkjunnar í stuttu máli. Sagðir voru vitnisburðir, lesið var úr orði Guðs og flutt predikun, þar sem kirkjan var hvött áfram til góðraverka. Um áttatíu manns komu saman, það var mikill söngur og gleði auk þess sem fjórir einstaklingar tóku niðurdýfingarskírn. Eftir samkomuna var grillað og boðið upp á kaffi og afmæliskökur. Blásinn var upp hoppukastali fyrir börnin og allir skemmtu sér vel saman. Kirkjunni bárust margar góðar kveðjur og gjafir og þakkar fyrir góða hvatningu og öll blessunarorðin.

Guð blessi okkur öll áframhaldandi og gefi vöxt í Guðs ríkinu.

13 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page