top of page

Heimsókn frá Vestmannaeyjum


Hjónin Þóranna M. Sigurbergsdóttir og Steingrímur Á. Jónsson verða í heimsókn á Akureyri dagana 27.-29. júní n.k. og munu þjóna í kirkjunni laugardag, sunnudag og mánudag. Laugardaginn 27. júní, kl. 10:00-12:00, verður kennsla úr Ljóðaljóðunum og verður tekin smá kaffipása í tímanum.

Fjölskyldugrill! Kirkjan býður alla velkomna í fjölskyldugrill á laugardaginn kl. 12:30. Við hvetjum alla til að koma og njóta þess að eiga góða stund saman og tökum með okkur vini og vandamenn. Spil og leikir fyrir börn og fullorðna. Sunnudaginn 28. júní, kl. 11:00, mun Þóranna segja frá ferðum þeirra hjóna til Kenía í Afríku og starfinu þar og Steingrímur mun predika Guðs orð.

Mánudaginn 29. júní, kl. 17:00, verður Þóranna með kennslu um kyrrðarbæn og við fáum tækifæri til að taka þátt í bæninni.

Allir hjartanlega velkomnir á allar þessar stundir!

1 view0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page