top of page

Gleðilegt nýtt ár 2021


Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir allt gott á liðnum árum. Guð gefi blessunarríkt og farsælt nýtt ár 2021. Á nýju ári hófum við starfið okkar með bæn og föstu. Við hvetjum alla, sem mögulega geta, að taka þátt með okkur allan ársins hring, hvort sem er heima í bæn eða í samveru með okkur á bænastundum í kirkjunni. Við komum saman, eins og aðstæður leyfa, alla mánudaga kl. 17:00 og þriðjudaga til föstudaga kl. 10:00 til 12:00. Við biðjum fyrir bæjarfélaginu okkar, landi okkar og þjóð, systkinum okkar um allan heim og hverju því sem okkur hefur verið falið að biðja fyrir og býr í hjarta okkar. Við gætum að því að öllum reglum sé fylgt eftir varðandi fjölda og fjarlægðarmörk. Guð blessi þig og heimili þitt.

1 view0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page