top of page

Gleðilegt nýtt ár 2021

hvitak

Við óskum ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir allt gott á liðnum árum. Guð gefi blessunarríkt og farsælt nýtt ár 2021. Á nýju ári hófum við starfið okkar með bæn og föstu. Við hvetjum alla, sem mögulega geta, að taka þátt með okkur allan ársins hring, hvort sem er heima í bæn eða í samveru með okkur á bænastundum í kirkjunni. Við komum saman, eins og aðstæður leyfa, alla mánudaga kl. 17:00 og þriðjudaga til föstudaga kl. 10:00 til 12:00. Við biðjum fyrir bæjarfélaginu okkar, landi okkar og þjóð, systkinum okkar um allan heim og hverju því sem okkur hefur verið falið að biðja fyrir og býr í hjarta okkar. Við gætum að því að öllum reglum sé fylgt eftir varðandi fjölda og fjarlægðarmörk. Guð blessi þig og heimili þitt.

 
 
 

ความคิดเห็น


Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

 Lúkas 11:9-10

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Upplýsingar

hvitak@hvitak.is
(+354) 461 2220
Skarðshlíð 18, 603 Akureyri

  • alt.text.label.Facebook
  • Instagram

Opnunartími skrifstofu

Gjafir & tíund

Þriðjudaga til föstudaga

kl. 10:00 - 12:00

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052

Viðtalstímar eru á opnunartíma skrifstofu

og utan opnunartíma eftir samkomulagi

bottom of page