top of page

Forstöðuhjón blessuð inn í þjónustu


Sunnudaginn 14. júní 2020 voru formlega blessuð inn í þjónustu hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson. Jóhanna mun gegna stöðu forstöðumanns/prests og Haraldur verður henni og kirkjunni innan handar við ýmis störf. Aron Hinriksson, formaður stjórnar Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi stýrði athöfninni og einnig tóku til máls þau Dögg Harðardóttir og Theódór Fransis Birgisson, sem er fyrrum forstöðumaður kirkjunnar. Kirkjan fagnar nýrri forystu og biður þeim og kirkjunni allri Guðs blessunar.

Í lok stundarinnar predikaði Jóhanna um Heilagan Anda og mikilvægi þess að fylgja Jesú og fékk til liðs við sig öfluga aðila til að sjáum leikþátt um frásögnina af því þegar Jesús kom gangandi til þeirra Símonar,sem kallaður var Pétur og Andrésar bróður hans, sem lesa má um í Matteusarguðspjalli 4. kafla. Þeir Pétur og Andrés voru við veiðar í Galíleuvatni og voru að draga netin þegar Jesús kom að máli við þá og bauð þeim að fylgja sér, lögðu þeir þá frá sér netin og fylgdu Jesú. Kirkjugestir tóku virkan þátt og fylgdu þeim sem leiddu, út á hlað og aftur inn í kirkjuna. Þannig gátu allir tekið ákvörðun og táknrænt fylgt Jesú.

Við þökkum kærlega öllum þeim sem komu og margir langt að og víða að af landinu og blessuðu okkur með nærveru sinni og biðjum um blessun Guðs fyrir allar kirkjur landsins.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page