top of page
Search

Fjölskyldudagur og grill

Updated: Jun 28, 2023


Kirkjan stóð fyrir fjölskyldusamveru laugardaginn 10. september sl. þar sem við grilluðum og lékum okkur saman kynslóðirnar, fullorðnir og börn. Veðrið lék við okkur þennan dag og fórum við í alls konar leiki bæði úti og inni. Börnin nutu sín vel í hoppukastala, léku listir sínar með húllahringi og blésu sápukúlur. Við buðum upp á andlitsmálun, sem bæði börn og fullorðnir nýttu sér, spiluðum alls konar spil og fórum í leiki.

Við þökkum öllum þeim sem komu og tóku þátt með okkur kærlega fyrir komuna og skemmtunina, en hátt í hundrað manns tóku þátt í þessari samveru. Það eru allir hjartanlega velkomnir á allar okkar samkomur, samverustundir og skemmtanir og endilega takið með ykkur vini og vandamenn. Það er svo gott að koma saman í góðra vina hópi og gleðjast saman.

 
 
 

Comments


Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

 Lúkas 11:9-10

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Upplýsingar

hvitak@hvitak.is
(+354) 461 2220
Skarðshlíð 18, 603 Akureyri

  • alt.text.label.Facebook
  • Instagram

Opnunartími skrifstofu

Gjafir & tíund

Þriðjudaga til föstudaga

kl. 10:00 - 12:00

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052

Viðtalstímar eru á opnunartíma skrifstofu

og utan opnunartíma eftir samkomulagi

bottom of page