top of page
hvitak

Fjölskyldudagur - Grillveisla


Kirkjan stóð fyrir fjölskyldusamveru laugardaginn 27. júní sl., þar sem við grilluðum og lékum okkur saman, fullorðnir og börn. Boðið var upp á andlits málun sem bæði börn og fullorðnir nýttu sér. Við lékum okkur í alls konar spilum og leikjum. Grilli trúður mætti á svæðið, en hann var búinn að týna rauða nefinu sínu greyið í einu ofsaveðrinu síðastliðinn vetur og það vakti undrun hjá börnunum.

Þennan fallega laugardag var veðrið hins vegar mjög gott og gátum við leikið okkur bæði úti og inni.

Við þökkum öllum þeim sem komu og tóku þátt með okkur kærlega fyrir komuna og skemmtunina, en um sjötíu manns tóku þátt í þessari samveru. Við stefnum að næsta fjölskyldugrilli þann 29. ágúst, á afmælisdegi Akureyrarbæjar. Endilega takið þann dag frá og viðburðurinn verður betur auglýstur þegar nær dregur.

Það eru allir hjartanlega velkomnir á allar okkar samverustundir og skemmtanir og endilega takið með ykkur vini og vandamenn. Það er svo gott að koma saman í góðra vina hópi og gleðjast saman.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page