top of page

Celebrate Recovery (CR-netdeild)


Hver og einn er heima hjá sér! Alla mánudaga kl. 20:00 verður Celebrate Recovery (CR-netdeild) með fundi á Zoom. Fundirnir hefjast með lofgjörð, vitnisburði eða kennslu og síðan er skipt í hópa.

Á fyrsta fundinum verður Celebrate Recovery 12 sporkerfið kynnt og við fáum yndislega lofgjörð. Allir eru hvattir til að vera með og kynna sér starfið. Til þess að fá slóð og lykilorð á fundinn, sendið skilaboð til Celebrate Recovery á Íslandi á facebook. Fyrir hvern er Celebrate Recovery? Celebrate Recovery er fyrir ALLA, vertu innilega velkominn! Celebrate Recovery mun vera: Staður til að vera þú sjálf/ur Staður þar sem öruggt er að deila reynslu, styrk og von Staður þar sem þú tilheyrir hóp Staður til þess að láta þér annt um aðra Staður þar sem öðrum þykir vænt um þig Staður þar sem borin er virðing fyrir einstaklingnum Staður þar sem trúnaður er mikils metinn Staður þar sem þú getur lært af öðrum Staður þar sem þú getur vaxið og styrkst að nýju Staður þar sem þú getur fellt grímur Staður þar sem þú færð heilbrigðar áskoranir Staður þar sem líf getur tekið stakkaskiptum Endilega vertu með ef þetta er fyrir þig. Nánari upplýsingar á heimasíðunni www.celebraterecovery.is

1 view0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page