Við í kirkjunni munum efna til bænagöngu á sumardaginn fyrsta

Fimmtudaginn 22. apríl 2021 verða gengnar þrjár leiðir. Við munum hittast við kirkjuna og leggja af stað þaðan kl. 10:00. Hægt verður að velja um þrjár mismunandi gönguleiðir. Nú geta allt að tuttugu manns komið saman í hverjum gönguhópi og viljum við hvetja alla biðjandi menn og konur að taka þátt með okkur eins og við höfum gert á hverju vori í næstum tvo áratugi. Hver gönguhópur tekur fyrir ákveðin bænarefni og þannig náum við að lyfta
upp helstu málefnum samfélagsins.
Í Lúkasarguðspjalli 10:1 segir að Drottinn „... sendi þá á undan sér, tvo og tvo, í hverja þá borg og stað sem hann ætlaði sjálfur að koma til.“ Þeir sem ekki teysta sér í gönguna eru hvattir til að koma í kirkjuna og biðja þar eða taka þátt í bæninni heima. Þannig erum við sameinuð í bæn á sama tíma, út um allt land.
Við bjóðum upp á kaffisopa og meðlæti að göngu lokinni og munum skipta hópnum eftir fjölda í sóttvarnarrými vegna samkomutakmarkana.
Gleðilegt sumar!
Comments