top of page

Bænaganga á sumardaginn fyrsta

hvitak

Við í kirkjunni munum efna til bænagöngu á sumardaginn fyrsta

Fimmtudaginn 22. apríl 2021 verða gengnar þrjár leiðir. Við munum hittast við kirkjuna og leggja af stað þaðan kl. 10:00. Hægt verður að velja um þrjár mismunandi gönguleiðir. Nú geta allt að tuttugu manns komið saman í hverjum gönguhópi og viljum við hvetja alla biðjandi menn og konur að taka þátt með okkur eins og við höfum gert á hverju vori í næstum tvo áratugi. Hver gönguhópur tekur fyrir ákveðin bænarefni og þannig náum við að lyfta

upp helstu málefnum samfélagsins.

Í Lúkasarguðspjalli 10:1 segir að Drottinn „... sendi þá á undan sér, tvo og tvo, í hverja þá borg og stað sem hann ætlaði sjálfur að koma til.“ Þeir sem ekki teysta sér í gönguna eru hvattir til að koma í kirkjuna og biðja þar eða taka þátt í bæninni heima. Þannig erum við sameinuð í bæn á sama tíma, út um allt land. Við bjóðum upp á kaffisopa og meðlæti að göngu lokinni og munum skipta hópnum eftir fjölda í sóttvarnarrými vegna samkomutakmarkana.

Gleðilegt sumar!

 
 
 

Comments


Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

 Lúkas 11:9-10

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Upplýsingar

hvitak@hvitak.is
(+354) 461 2220
Skarðshlíð 18, 603 Akureyri

  • alt.text.label.Facebook
  • Instagram

Opnunartími skrifstofu

Gjafir & tíund

Þriðjudaga til föstudaga

kl. 10:00 - 12:00

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052

Viðtalstímar eru á opnunartíma skrifstofu

og utan opnunartíma eftir samkomulagi

bottom of page