top of page
Search

Alfa námskeið


Gaman er að segja frá því að nú hefur verið hægt að hefja að nýju Alfa námskeiðin sem við settum í gang sl. haust, en þurftum að stoppa vegna aðstæðna.


Um er að ræða bæði Alfa fyrir unglinga og einnig fyrir fullorðna. Hóparnir samanstanda af frábæru fólki á öllum aldri.

Við hefjum hverja stund á því að borða saman kvöldmat, horfum á kennslu

og síðan eru líflegar umræður. Kennslan er einstaklega góð og vekur upp alls konar spurningar um tilgang lífsins og tilveruna. Við fáum að heyra um Guð faðir, Son og Heilagan Anda.


Í hópunum gefst gott rými fyrir hvern og einn til að tjá skoðanir sínar og kalla eftir umræðu um það sem brennur á hverju hjarta.

Ef áhugi er fyrir þátttöku á Alfa námskeiði þá hvetjum við alla til að skrá sig á biðlista fyrir næsta námskeið, sem áætlað er að fari af stað næsta haust.

 
 
 

Comments


Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

 Lúkas 11:9-10

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Upplýsingar

hvitak@hvitak.is
(+354) 461 2220
Skarðshlíð 18, 603 Akureyri

  • alt.text.label.Facebook
  • Instagram

Opnunartími skrifstofu

Gjafir & tíund

Þriðjudaga til föstudaga

kl. 10:00 - 12:00

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052

Viðtalstímar eru á opnunartíma skrifstofu

og utan opnunartíma eftir samkomulagi

bottom of page