top of page
Search

Alfa námskeið haust 2023


Nú á haustönn mun kirkjan bjóða upp á 11 vikna Alfa námskeið fyrir þrjá aldurshópa. þ.e. fyrir 13-15 ára, 16-25 ára og fullorðins hóp. Námskeið fjallar á einfaldan hátt um kristna trú og boðskap Biblíunnar og svarar mörgum spurningum sem almennt brenna á fólki. Það er sett fram á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Hópurinn hittist einu sinni í viku í tvær klukkustundir í senn.


Hvert kvöld hefst á kvöldverði og í kjölfarið er kennsla sem stendur í tuttugu til þrjátíu mínútur og á eftir er skipt í umræðuhópa þar sem allir geta tjáð sig eins og hver vill.


Þegar námskeiðið er u.þ.b. hálfnað fer hópurinn eina helgi út úr bænum, þar sem hluti námskeiðsins er tekinn fyrir. Fjallað er þá daga sérstaklega um Heilagan Anda.


Þúsundir Íslendinga hafa sótt Alfa námskeið undanfarin ár og virkilega notið vel og haft bæði gagn og gaman af. Kostnaður er í algjöru lágmarki, kr. 5.000,-. Mörg stéttarfélög og verkalýðsfélög veita styrki til námskeiða eins og Alfa.


Á haustönninni 2023 er Alfa fyrir unglinga, 13 til 15 ára og ungfullorðna, 16 til 25 ára á þriðjudögum kl. 18:30-20:30. Fullorðins Alfa verður á fimmtudögum kl. 18:00-20:00.


Endilega skráðu þig á námskeið sem hentar þér:


Unglingar, 13-15 ára, þriðjudaga kl. 18:30-20:30

Skráning hér: https://rb.gy/t3j53


Ungfullorðnir, 16-25 ára, þriðjudaga kl. 18:30-20:30

Skráning hér: https://rb.gy/40mpy


Fullorðinshópur, fimmtudaga kl. 18:00-20:00

Skráning hér: https://rb.gy/cj6d8


Endilega sendu okkur línu ef þú vilt frekari upplýsingar.


 
 
 

Comments


Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

 Lúkas 11:9-10

Hvítasunnukirkjan á Akureyri

Upplýsingar

hvitak@hvitak.is
(+354) 461 2220
Skarðshlíð 18, 603 Akureyri

  • alt.text.label.Facebook
  • Instagram

Opnunartími skrifstofu

Gjafir & tíund

Þriðjudaga til föstudaga

kl. 10:00 - 12:00

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052

Viðtalstímar eru á opnunartíma skrifstofu

og utan opnunartíma eftir samkomulagi

bottom of page