top of page

Alfa - 20 ára og eldri


Nú er að hefjast hjá okkur 10 vikna Alfa námskeið fyrir fullorðna, 20 ára og eldri. Námskeiðið fjallar um ólíka þætti kristinnar trúar og er bæði fyrir þá sem eiga trú og einnig þá sem ekki trúa, en hafa áhuga á að vita meira. Kennslan er einstaklega skemmtileg og áhugaverð. Um er að ræða myndbönd á ensku sem búið er að texta á íslensku. Fram koma nokkrar spurningar í hverjum þætti sem hópurinn leitast við að svara, hver og einn eftir sinni sannfæringu. Námskeiðið hefst 24. september og verður alla fimmtudaga næstu 10 vikur. Hvert kvöld hefst með kvöldverði kl. 18:00 og í kjölfarið er kennsla sem stendur í rúmar tuttugu mínútur og eftir það er skipt í umræðuhópa. Á námskeiðstímanum fer hópurinn saman eina helgi út úr bænum og hefur það gefist einstaklega vel. Námskeiðið er í umsjá Jóhönnu S. Norðfjörð og er námskeiðskostnaður kr. 5.000,- Skráning og nánari upplýsingar veitir Jóhanna í síma 862 0350.

0 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page