top of page

Afmæli Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri - Kirkjan 84 ára


Hvítasunnukirkjan á Akureyri er 84 ára í dag 30. maí, en þann dag árið 1936 var kirkjan formlega stofnuð. Stofnendur voru 11 talsins og var fyrsti forstöðumaðurinn norskur, Sigmund Jacobsen að nafni. Sigmund gekk svo í hjónaband með Mildu Spångberg þann 22. ágúst sama ár, en Milda var einnig norsk og trúboði hér á landi. Megin tilgangur kirkjunnar, var í upphafi og er enn í

dag, að boða trú á Jesú Krist.

Í Matteusarguðspjalli 4. kafla lesum við um þá bræður Símon Pétur og Andrés sem lögðu frá sér netin samstundis og Jesús kallaði á þá og sagði: ,,Fylgið mér“ og þeir fylgdu honum.

Mættum við fá að sjá marga einstaklinga leita Drottins og finna hann og fylgja af heilum hug og hjarta.

Til hamingju með afmælið!


2 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page