Trú okkar

Hvítasunnukirkjan er fyrst og fremst kristin kirkja og getur skrifað undir allar grunntrúarjátningar kristinnar kirkju í gegnum aldirnar. Kirkjan hefur mikinn áhuga á og tekur þátt í samkirkjulegu starfi. Megin áhersla okkar er sú að trúin sé ekki innantómt form eða venja.

Við trúum á Guð sem heyrir bænir, við fylgjum Jesú sem huggar þá sem eru sorgbitnir, gefur þeim von sem skortir von og þeim tilgang sem eiga ef til vill allt en skortir þó það sem öllu máli skiptir. Við trúum á Heilagan anda, sem er vinur á trúargöngunni dag hvern. Heilagur andi gefur okkur kraft til að takast á við áskoranir og hjálpar okkur að vera verkfæri Guðs til þess að þjóna öðrum.

Við trúum því að allir menn þurfi á Guði að halda. Við trúum því að Jesús Kristur sé eina leiðin til Guðs og menn þiggi frelsi og líf frá honum af náð. Við trúum því að það sé rangt að dæma fólk og vilji okkar er að taka vel á móti öllum, eins og Jesús gerir.

Trúarjátning Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi

 1. Við trúum að Biblían sé innblásið og áreiðanlegt orð Guðs. (2. Tím. 3:16).
 2. Við trúum á einn eilífan, þríeinan Guð. Föður, Son og Heilagan anda. (Jes. 40:28; Matt. 3:16-17; Jóh. 1:18; 10:30).
 3. Við trúum á Jesú Krist, Guðs einkason, getinn af Heilögum anda, fæddan af Maríu mey. Hann sem var Guð, svipti sig öllu og kom fram sem maður, mann líf hans var syndlaust og fullkomið. (Lúk. 1:35; Fil.2:7; Heb. 4:15).
 4. Við trúum því að fyrirgefning synda og friður við Guð fáist aðeins vegna fórnardauða Jesú Krists. Sú fórn var fullkomin og nægir til réttlætingar fyrir alla þá sem iðrast synda sinna. Réttlæting fæst af náð, fyrir trú, án verðskuldunar og er gjöf Guðs til allra sem játast Jesú Kristi. (Jóh. 3:16; Efes. 2:8; Kól. 2:13-15; Róm. 10:9-10).
 5. Við trúum því að Jesús hafi risið líkamlega uppfrá dauðum, stigið til himna og sitji til hægri handar Guði föður.
  (Jóh. 20:20; Post. 1: 1-3, 9; 1 Kor. 15:3-4).
 6. Við væntum endurkomu Jesú Krists, þegar hann hrífur kirkju sína til fundar við sig. Eftir fyrirheiti hans væntum við nýs himins og nýrrar jarðar þar sem réttlæti býr. (Post. 1:9-11; Opb. 21:1;2. Pét. 3:13).
 7. Þeir sem velja að fylgja Jesú Kristi fá Heilagan anda að gjöf. Hann umbreytir hugsun og hegðun eins og Biblían kennir. Hinn kristni verður með tímanum líkari Jesú í orði, verki og viðhorfum.
  (Galatabréfið 5:22-23; Róm.12:2; 2. Kor.5:17; Heb. 12:14; 2.Pét. 3:11).
 8. Við trúum á gildi skírnar Heilags anda og náðargjafanna eins og þeim er lýst í Nýja Testamentinu.
  (Post. 1:8; 1. Kor.12 og 14; Efesusbréfið 4:11-12).
 9. Við trúum að kristin kirkja sé stofnuð af Jesú til að vera farvegur fyrir verk Guðs á jörðinni, að skírn í vatni sé aðeins fyrir þá sem hafa tekið á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum. Við skírum með niðurdýfingu, til Drottins Jesú Krists í nafni þrenningarinnar. Heilög kvöldmáltíð hefur einungis gildi fyrir þá sem hafa tekið við náð Guðs og eru lærisveinar Jesú Krists.
  (Kól. 1:18, Matt. 28:19).
 10. Við trúum á eilíft líf hinna endurleystu á himni og eilífa glötun þeirra er hafna hjálpræðinu.
  (Matt. 25:46; Jóh.3:16; 1.Þess. 4:17).

Hafa samband

Hér fyrir neðan má senda inn skilaboð.

Skilaboð þín hafa verið sent!
Obbosí! eitthvað fór úrskeiðis..
Jóhannesarguðspjall 16:24

Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið og þér munuð öðlast svo að fögnuður yðar verði fullkominn.

1. Jóhannesarbréf 3:21-22

Þið elskuðu, ef hjartað dæmir okkur ekki, þá höfum við djörfung til Guðs. Og hvað sem við biðjum um fáum við hjá honum af því að við höldum boðorð hans og gerum það sem honum er þóknanlegt.

Matteusarguðspjall 21:22

,,Ef þið trúið munuð þið öðlast allt sem þið biðjið.“

Orðskviðirnir 16:3

Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur.

Jeremía 33:3

Hrópaðu til mín! Ég mun bænheyra þig og ég mun kunngjöra þér mikla hluti og leyndardómsfulla sem þú hefur ekki áður þekkt. 

Jóhannesarguðspjall 15:7

Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið og yður mun veitast það.

Kólusubréfið 1:9-12

Ég bið þess að Guð láti anda sinn auðga ykkur að þekkingu á vilja sínum með allri speki og skilningi svo að þið breytið eins og Guði líkar og þóknist honum á allan hátt, að þið berið ávöxt með hvers kyns góðum verkum og vaxið að þekkingu á Guði.

Hebreabréfið 10:22-23

Göngum því fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti, með hjörtum sem hreinsuð hafa verið og eru laus við meðvitund um synd, og með líkömum sem laugaðir hafa verið í hreinu vatni. Höldum fast við játningu vonar okkar án þess að hvika því að trúr er sá sem fyrirheitið hefur gefið.

Matteusarguðspjall1 8:19-20

Enn segi ég yður: Ef tveir yðar verða einhuga hér á jörð í bæn sinni mun faðir minn á himnum veita þeim allt sem þeir biðja um. Því að hvar semtveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“

Lúkasarguðspjall 1:37

,,......en Guði er enginn hlutur um megn.“

Jóhannesarguðspjall 14:13-14

Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni það mun ég gera svo að faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég geraþað.

Jakobsbréfið 1:5-6

Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. En hann biðji í trú án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu er rís og hrekst fyrirvindi. 

Sálmur 84-12

Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn og synjar þeim engra gæða sem ganga í grandvarleik.

Matteus 25:40

Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.

Matteus 19:14

En Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi þvíað slíkra er himnaríki.“

Lúkas 11:9-10

Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

Opnunartími Skrifstofu

Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00

Viðtalstímar

Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi

Félagsmiðlar

Facebook
Instagram

Gjafir & tíund

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052