UNGLINGA ALFA

25. ágúst 2020

Nú er að hefjast hjá okkur 10 vikna Alfa námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 13 til 19 ára. Námskeiðið, sem fjallar um ólíka þætti kristinnar trúar, er bæði fyrir þá sem eiga trú og einnig þá sem ekki trúa, en hafa áhuga á að vita meira. Kennt er á skemmtilegan hátt á ensku og myndböndin eru  með íslenskum texta.

Námskeiðið hefst 1. september og verður alla þriðjudaga. Hvert kvöld hefst með kvöldverðikl. 19:00 og í kjölfarið er kennsla sem stendur í rúmar tuttugu mínútur og eftir það er skipt í umræðuhópa.

Á námskeiðstímanum fer hópurinn saman eina helgi út úr bænum.

Námskeiðið er í umsjá Krista Metere og unglingastarfsins í Hvítasunnukirkjunni á Akureyriað Skarðshlíð 18 og er námskeiðskostnaður kr. 5.000,-

Skráning og nánari upplýsingar veitir Alda María Norðfjörð í síma 846 7313.

 

YOUTH ALFA

Alpha is a 10-week course on various aspects of the Christian faith and it is presented in the interesting, casual way.

The course is for both, those who have faith and also for those who do not believe, but are interested in knowing more about God.

At each meeting we will welcome you with a dinner at 19:00. After the supper we will watch a lesson video (each about 20 min. long in English language with Icelandic subtitles) during which we will discuss the video, and try to find the answers on essential questions.

During the course, the group will go out of town, to spend one weekend together.

The course will be supervised by Krista Metere and the youth group at the Hvítasunnukirkjan á Akureyri, Skarðshlíð 18.

 

First meeting: 1st of September

Gatherings: On every Tuesday for following 10 weeks

Time: At 19:00

Audience:Young people aged 14 to 19

The cost: kr. 5.000,-

To register or get more information about Alfa 2020, please contact Alda María Norðfjörð, tel. 846 7313

Frábært námskeið
Jóhannesarguðspjall 16:24

Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið og þér munuð öðlast svo að fögnuður yðar verði fullkominn.

1. Jóhannesarbréf 3:21-22

Þið elskuðu, ef hjartað dæmir okkur ekki, þá höfum við djörfung til Guðs. Og hvað sem við biðjum um fáum við hjá honum af því að við höldum boðorð hans og gerum það sem honum er þóknanlegt.

Matteusarguðspjall 21:22

,,Ef þið trúið munuð þið öðlast allt sem þið biðjið.“

Orðskviðirnir 16:3

Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur.

Jeremía 33:3

Hrópaðu til mín! Ég mun bænheyra þig og ég mun kunngjöra þér mikla hluti og leyndardómsfulla sem þú hefur ekki áður þekkt. 

Jóhannesarguðspjall 15:7

Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið og yður mun veitast það.

Kólusubréfið 1:9-12

Ég bið þess að Guð láti anda sinn auðga ykkur að þekkingu á vilja sínum með allri speki og skilningi svo að þið breytið eins og Guði líkar og þóknist honum á allan hátt, að þið berið ávöxt með hvers kyns góðum verkum og vaxið að þekkingu á Guði.

Hebreabréfið 10:22-23

Göngum því fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti, með hjörtum sem hreinsuð hafa verið og eru laus við meðvitund um synd, og með líkömum sem laugaðir hafa verið í hreinu vatni. Höldum fast við játningu vonar okkar án þess að hvika því að trúr er sá sem fyrirheitið hefur gefið.

Matteusarguðspjall1 8:19-20

Enn segi ég yður: Ef tveir yðar verða einhuga hér á jörð í bæn sinni mun faðir minn á himnum veita þeim allt sem þeir biðja um. Því að hvar semtveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“

Lúkasarguðspjall 1:37

,,......en Guði er enginn hlutur um megn.“

Jóhannesarguðspjall 14:13-14

Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni það mun ég gera svo að faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég geraþað.

Jakobsbréfið 1:5-6

Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. En hann biðji í trú án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu er rís og hrekst fyrirvindi. 

Sálmur 84-12

Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn og synjar þeim engra gæða sem ganga í grandvarleik.

Matteus 25:40

Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.

Matteus 19:14

En Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi þvíað slíkra er himnaríki.“

Lúkas 11:9-10

Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

Opnunartími Skrifstofu

Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00

Viðtalstímar

Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi

Félagsmiðlar

Facebook
Instagram

Gjafir & tíund

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052