Vegna alvarlegrar stöðu í samfélaginu okkar er svo komið að ekki mega fleiri en 10 koma saman. Ekki verða samkomur á sunnudögum í óákveðinn tíma, eða þar til við fáum að vita um bætta stöðu og einnig á það sama við um Alfa námskeiðið. Kirkjan verður áfram opin þriðjudaga til föstudaga eins og áður milli kl. 10 og 12, en lokað verður á skírdag og til þriðjudagsins eftir páska. Bænastundir verða einnig áfram á mánudögum kl. 17:00 og munum við þá nýta skiptingu í sóttvarnarhólf (Ekki verður bænastund á annan í páskum).
Við hvetjum alla til að fylgjast með beinum útsendingum frá samkomum í Fíladelfíu á sunnudögum kl. 11:00 og einnig alþjóðakirkjunni hjá þeim kl. 14:00.
Guð býður okkur að leita hans í bæn með allar okkar þarfir. “Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld” (Matteus 11:28).
Við eigum himneskan föður sem lætur sig varða allt okkar líf. Hann er almáttugur og alnálægur. Verum dugleg að biðja einnig hvert fyrir öðru og heyra í okkar fólki.
Guð blessi ykkur elsku vinir.
Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00
Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi
Facebook
Instagram
Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052