Nú er svo komið að ekki mega fleiri en 10 koma saman vegna alvarlegrar stöðu í samfélaginu okkar. Því höfum við ákveðið að hafa kirkjuna okkar lokaða um óákveðinn tíma, eða þar til við fáum að vita um bætta stöðu.
Við hvetjum alla til að fylgjast með beinum útsendingum frá samkomum í Fíladelfíu á sunnudögum kl. 11:00 og einnig alþjóðakirkjunni hjá þeim kl. 14:00.
Guð býður okkur að koma til sín í bæn með vandamál okkar og þarfir. “Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld” (Matteus 11:28).
Við eigum himneskan föður sem er fær um að koma með sigur úr hvaða kringumstæðum sem við stöndum frammi fyrir. Guð er almáttugur og alnálægur og lætur sig varða allt okkar líf. Verum dugleg að biðja einnig hvert fyrir öðru og heyra í okkar fólki.
Guð blessi ykkur elsku vinir.
Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00
Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi
Facebook
Instagram
Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052