Sú ánægjulega breyting varð á samkomutakmörkunum þann 8. febrúar s.l. að nú mega 150 manns koma saman við trúarathafnir og hefur verið ákveðið að opna kirkjuna okkar fyrir sunnudagssamkomur á ný og verður fyrsta samkoman þann 14. febrúar n.k. kl. 11:00.
Til þess að allt gangi vel biðjum við alla um að lesa vel eftirfarandi reglur sem munu gilda hjá okkur.
Við hvetjum þá sem eru í áhættuhópi til að meta vandlega hvort tímabært sé að mæta og eins biðjum við alla þá sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima við.
Núgildandi reglur miðast við tveggja metra fjarlægð milli fólks og grímuskildu. Tekin hefur verið úr salnum önnur hver sætaröð til þess að fólk sem er ekki í nánum tengslum geti haft hæfilegt bil sín á milli miðað við gildandi reglur. Við biðjum fjölskyldur og þá sem eru í nánum tengslum að sitja saman og annars, þar sem því er ekki við komið, að hafa þá hæfilegt bil á milli, þ.e. ef aðilar eru ekki í nánum tengslum. Þetta er gert til þess að sætin nýtist sem best og sem flestir komist að.
Rýmunum í kirkjunni hefur verið skipt í sóttvarnarhólf og munum við nýta þau eins og nauðsynlegt verður hverju sinni eftir þeim fjölda sem kemur saman.
Barnastarfið verður á sínum stað á neðri hæðinni fyrir yngstu börnin. Börn fædd 2005 eða síðar eru ekki talin með í fjöldatakmörkunum, þar sem reglurnar gilda ekki um þau. Þegar og ef fullt verður í aðalsalnum bjóðum við fólki að fara á Loftstofuna á efri hæðinni og/eða í kaffisal, þar sem hægt er að hlusta á samkomurnar.
Við viljum gera allt til þess að sem flestir geti notið þess að koma á samkomurnar okkar um leið og við ítrekum mikilvægi þess að virða gildandi sóttvarnarreglur. Við hvetjum fólk til að mæta með sínar grímur.
Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00
Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi
Facebook
Instagram
Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052