Það er með mikilli gleði að við látum nú vita af því að áætlað er að hefja sunnudagssamkomur að nýju þann 13. september n.k. eftir nokkurra vikna hlé vegna Covid-19. Nú hafa yfirvöld aðeins rýmkað um í fjöldatakmörkunum og fjarlægðamörk komin í einn meter. Við ætlum að koma saman næsta sunnudag kl. 11:00 og munum einnig bjóða upp á barnastarf fyrir yngstu börnin, en þær Katrín Lind Sverrisdóttir og Marín Snorradóttir munu sjá um börnin.
Við bjóðum alla hjartanlega velkomna á samkomurnar okkar og hvetjum alla til að nota spritt við innganginn og gæta vel að fjarlægðartakmörkunum sem í gildi eru.
Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00
Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi
Facebook
Instagram
Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052