Vegna fjöldatakmarkana og fyrirmæla frá ráðamönnum um að tryggja tvo metra milli einstaklinga munu sunnudagssamkomur falla niður um óákveðinn tíma.
Auglýst verður nánar hvenær þessu verður breytt og þá hvenær við stefnum á samkomu á sunnudegi.
Við bendum fólki á vefútsendingar frá Fíladelfíu í Reykjavík á meðan þessar aðstæður vara. Þar eru beinar útsendingar á sunnudögum kl. 11:00 og kl. 14:00 hjá alþjóðakirkjunni. Hægt er að nálgst þær útsendingar á www.filadelfia.is og á Facebooksíðu kirkjunnar.
Bænastundir munu haldast óbreyttar og verða áfram í kirkjunni okkar á mánudögum kl. 17:00 og eru allir beðnir að virða þá reglu sem gildir um tvo metrana.
Við minnum á að kirkjan er opin kl. 10:00-12:00 alla þriðjudaga til föstudaga og einnig er hægt að panta viðtöl eftir samkomulagi utan þess tíma.
Hægt er að senda inn bænarefni, bæði með því að senda tölvupóst á netfangið hvitak@hvitak.is og hér í gegn um heimasíðuna.
Við biðjum fyrir öllum þeim sem hafa þurft að takast á við veikindi, ástvinamissi og erfiðleika vegna Covid -19. Guð gefi að vel gangi að ná tökum á aðstæðum og að samkomuhald geti orðið sem fyrst með eðlilegum hætti svo og öll starfsemi í landinu okkar.
Drottinn fer sjálfur fyrir þér, hann verður með þér. Hann mun hvorki sleppa af þér hendinni né yfirgefa þig. Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast.
5. Mósebók 31:8
Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00
Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi
Facebook
Instagram
Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052