Við fögnum því að nú munum við hefja samkomur að nýju næsta sunnudag kl. 11:00. Þær samkomutakmarkanir sem eru í gildi núna eru þannig að 100 manns mega koma saman við trúarathafnir svo lengi sem skráð er nafn, kennitala, símanúmer allra viðstaddra ef upp skyldi koma smit. Á þetta við um einstaklinga sem fæddir eru 2014 og fyrr. Við komu í kirkju verður þess vegna óskað eftir þessum upplýsingum og þær skráðar niður auk þess sem sætisnúmer eru skráð. Grímuskylda er allan tímann og fjarlægðarmörk milli ótengdra aðila eru einn metri.
Við hvetjum þá sem eru í áhættuhópi til að meta vandlega hvort tímabært sé að mæta og eins biðjum við alla þá sem finna fyrir flensueinkennum að halda sig heima við.
Við erum mjög þakklát fyrir þann möguleika sem við höfum nú til að koma saman á sunnudögum og viljum gera allt til þess að sem flestir geti notið þess að koma á samkomu um leið og við ítrekum mikilvægi þess að virða sóttvarnarreglur. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00
Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi
Facebook
Instagram
Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052