Sunnudaginn 14. júní n.k. verður samkoma kl. 11:00 að vanda. Þann dag verða formlega blessuð inn í þjónustu hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson, en þau voru kosin til starfa á aðalfundi kirkjunnar sem haldinn var þann 5. mars s.l. Jóhanna Sólrún mun gegna stöðu forstöðumanns/prest og Haraldur vera hennar bakhjarl í starfinu og sinna ýmsum tilfallandi störfum.
Við munum fá marga góða gesti víða að af landinu og í lok stundar fáum við okkur hátíðarkaffi og meðlæti og njótum dagsins.
Guðs blessun verði yfir og allir eru hjartanlega velkomnir.
Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00
Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi
Facebook
Instagram
Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052