Forstöðuhjón blessuð inn í þjónustu

15. júní 2020

Sunnudaginn 14. júní sl. voru formlega blessuð inn í þjónustu hjónin Jóhanna Sólrún Norðfjörð og Haraldur Pálsson. Jóhanna mun gegna stöðu forstöðumanns/prests og Haraldur verður henni og kirkjunni innan handar við ýmis störf.

Aron Hinriksson, formaður stjórnar Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi stýrði athöfninni og einnig tóku til máls þau Dögg Harðardóttir og Theódór Fransis Birgisson, sem er fyrrum forstöðumaður kirkjunnar.

Kirkjan fagnar nýrri forystu og biður þeim og kirkjunni allri Guðs blessunar.

Í lok stundarinnar predikaði Jóhanna um Heilagan Anda og mikilvægi þess að fylgja Jesú og fékk til liðs við sig öfluga aðila til að sjáum leikþátt um frásögnina af því þegar Jesús kom gangandi til þeirra Símonar,sem kallaður var Pétur og Andrésar bróður hans, sem lesa má um í Matteusarguðspjalli 4. kafla.

Þeir Pétur og Andrés voru við veiðar í Galíleuvatni og voru að draga netin þegar Jesús kom að máli við þá og bauð þeim að fylgja sér, lögðu þeir þá frá sér netin og fylgdu Jesú.

Kirkjugestir tóku virkan þátt og fylgdu þeim sem leiddu, út á hlað og aftur inn í kirkjuna. Þannig gátu allir tekið ákvörðun og táknrænt fylgt Jesú.

Við þökkum kærlega öllum þeim sem komu og margir langt að og víða að af landinu og blessuðu okkur með nærveru sinni og biðjum um blessun Guðs fyrir allar kirkjur landsins.

Blessun nýrra forstöðuhjóna
Jóhannesarguðspjall 16:24

Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið og þér munuð öðlast svo að fögnuður yðar verði fullkominn.

1. Jóhannesarbréf 3:21-22

Þið elskuðu, ef hjartað dæmir okkur ekki, þá höfum við djörfung til Guðs. Og hvað sem við biðjum um fáum við hjá honum af því að við höldum boðorð hans og gerum það sem honum er þóknanlegt.

Matteusarguðspjall 21:22

,,Ef þið trúið munuð þið öðlast allt sem þið biðjið.“

Orðskviðirnir 16:3

Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur.

Jeremía 33:3

Hrópaðu til mín! Ég mun bænheyra þig og ég mun kunngjöra þér mikla hluti og leyndardómsfulla sem þú hefur ekki áður þekkt. 

Jóhannesarguðspjall 15:7

Ef þér eruð í mér og orð mín eru í yður, þá biðjið um hvað sem þér viljið og yður mun veitast það.

Kólusubréfið 1:9-12

Ég bið þess að Guð láti anda sinn auðga ykkur að þekkingu á vilja sínum með allri speki og skilningi svo að þið breytið eins og Guði líkar og þóknist honum á allan hátt, að þið berið ávöxt með hvers kyns góðum verkum og vaxið að þekkingu á Guði.

Hebreabréfið 10:22-23

Göngum því fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti, með hjörtum sem hreinsuð hafa verið og eru laus við meðvitund um synd, og með líkömum sem laugaðir hafa verið í hreinu vatni. Höldum fast við játningu vonar okkar án þess að hvika því að trúr er sá sem fyrirheitið hefur gefið.

Matteusarguðspjall1 8:19-20

Enn segi ég yður: Ef tveir yðar verða einhuga hér á jörð í bæn sinni mun faðir minn á himnum veita þeim allt sem þeir biðja um. Því að hvar semtveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“

Lúkasarguðspjall 1:37

,,......en Guði er enginn hlutur um megn.“

Jóhannesarguðspjall 14:13-14

Og hvers sem þér biðjið í mínu nafni það mun ég gera svo að faðirinn vegsamist í syninum. Ef þér biðjið mig einhvers í mínu nafni mun ég geraþað.

Jakobsbréfið 1:5-6

Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. En hann biðji í trú án þess að efast. Sá sem efast er líkur sjávaröldu er rís og hrekst fyrirvindi. 

Sálmur 84-12

Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn og synjar þeim engra gæða sem ganga í grandvarleik.

Matteus 25:40

Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér.

Matteus 19:14

En Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi þvíað slíkra er himnaríki.“

Lúkas 11:9-10

Og ég segi yður: ,,Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.

Opnunartími Skrifstofu

Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00

Viðtalstímar

Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi

Félagsmiðlar

Facebook
Instagram

Gjafir & tíund

Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052