Við efnum til bænaviku dagana 24. –28. ágúst. Bænastundir verða í kirkjunni alla dagana kl. 17:00. Bæn er grundvöllurinn að öllu lífi okkar. Við komum saman og biðjum fyrir fjölskyldum okkar, heimili, kirkjunni, bæjarfélaginu okkar, landi, þjóð og systkinum okkar um allan heim.
Og þetta er traustið sem við berum til hans: Ef við biðjum um eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann okkur. Og ef við vitum að hann bænheyrir okkur um það sem við biðjum, þá vitum við að við höfum þegar öðlast það sem við báðum hann um. 1. Jóhannesarbréf 5:14-15
Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00
Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi
Facebook
Instagram
Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052