Kæru vinir, vegna nýrra aðstæðna í kjölfar Covid - 19 og hertra reglna yfirvalda munu falla niður samkomur næstu tvo sunnudaga, þ.e. þann 2. og 9. ágúst n.k.
Við bendum fólki á vefútsendingar frá Fíladelfíu í Reykjavík á meðan þessar aðstæður vara. Hægt er að nálgst þær útsendingar á www.filadelfia.is og á Facebooksíðu kirkjunnar.
Bænastundir munu haldast óbreyttar og verða í kirkjunni á mánudögum kl. 17:00. Gerðar verða ráðstafanir til að tryggja að allir geti haldið tveggja metra regluna.
Einnig verður kirkjan áfram opin kl. 10:00-12:00 þriðjudaga til föstudaga og hægt að panta viðtöl eftir samkomulagi.
Hægt er að senda inn bænarefni, bæði með því að senda tölvupóst á netfangið hvitak@hvitak.is og hér í gegn um heimasíðuna.
Guð gefi að vel gangi að ná tökum á aðstæðum og að samkomuhald geti orðið sem fyrst með eðlilegum hætti svo og öll starfsemi í landinu okkar.
Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig: „Óttast eigi, ég bjarga þér"
Jesaja 41.13
Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00
Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi
Facebook
Instagram
Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052