Hvítasunnukirkjan á Akureyri er 84 ára í dag 30. maí, en þann dag árið 1936 var kirkjan formlega stofnuð. Stofnendur voru 11 talsins og var fyrsti forstöðumaðurinn norskur, Sigmund Jacobsen að nafni. Sigmund gekk svo í hjónaband með Mildu Spångberg þann 22. ágúst sama ár, en Milda var einnig norsk og trúboði hér á landi. Megin tilgangur kirkjunnar, var í upphafi og er enn í dag, að boða trú á Jesú Krist.
Í Matteusarguðspjalli 4. kafla lesum við um þá bræður Símon Pétur og Andrés sem lögðu frá sér netin samstundis og Jesús kallaði á þá og sagði: ,,Fylgið mér“ og þeir fylgdu honum.
Mættum við fá að sjá marga einstaklinga leita Drottins og finna hann og fylgja af heilum hug og hjarta.
Til hamingju með afmælið!
Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00
Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi
Facebook
Instagram
Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052