Með kærri kveðju frá kirkjunni okkar komu saman þær Jóhanna Sólrún, Anna Júlíana og Alda María með söng og hugleiðingu.
Hægt er að horfa á stundina á Youtube og er slóðin þessi:
Einnig má lesa um kertin fjögur á aðventukransinum og þá atburði sem áttu sér stað fyrir fæðingu frelsara okkar Jesú Krists og þegar hann fæddist.
Aðventukransinn – Kertin fjögur
Við kveikjum gjarnan á fjórum kertum á aðventukransinum sunnudagana fjóra fyrir aðfangadag. Það gerum við í minningu þeirra atburða sem áttu sér stað áður en Jesús fæddist í þennan heim og þegar hann fæddist.
Fyrsta kertið er Spádómakertið, það minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins, sem höfðu sagt fyrir um komu frelsarans, Immanúel Guð með oss.
Í spádómsbók Jesaja, kafla sjö, segir frá fæðingu Jesú:
“Sjá yngismær (eða ung kona) verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel (sem þýðir Guð með oss).
Í níunda kaflasömu bókar segir spámaðurinn:
“Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað, Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir,Friðarhöfðingi"
Allt gekk þetta eftir og engill birtist Maríu og sagði henni að hún myndi eignast son og að hún ætti að láta hann heita Jesú.
Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.
Annað kertið er Betlehemskertið, og heitir eftir fæðingarbæ Jesú, þar sem ekkert rúm var fyrir hann, nema í fjárhúsi.
Spámaðurinn Míka, sem uppi var á svipuðum tíma og Jesaja, sagði frá í fimmta kafla bókar sinnar:
“Og þú Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af höfuðborgunumí Júda, þá læt ég frá þér koma þann er drottna skal í Ísrael, Ævafornt er ætterni hans, frá ómunatíð“.
Var þetta ritað mörgum öldum áður en atburðirnir áttu sér stað og höfðu menn því beðið lengi.
Já stuttu áður en kom að fæðingu frelsarans kom boð frá Ágústusi keisara um að það þyrfti að skrásetja alla heimsbyggiðna og fóru þau María og Jósef af stað á asna frá Nasaret til Betlehem, allt eins og spáð hafði verið um.
Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottin sjálfur soninn þá
mun senda´ í líking manns.
Þriðja kertið er Hirðakertið, nefnt eftir hirðunum sem fengu fyrstir góðu fréttirnar um fæðingu frelsarans.
Matteus Guðspjallamaður ritar, í öðrum kafla guðspjallsins, um þá atburði sem áttu sér stað og segir frá því þegar vitringarnir komu fram fyrir Heródes konung og vitnuðu í þennan gamla spádóm Míka, sem fyrr er nefndur. Þeir sáu stjörnuna sem vísaði þeim veginn til hins nýfædda konungs.
Jesaja spámaður hafði einnig sagt:
,,Sú þjóð, sem í myrkri gengur sér mikið ljós"
Já Stjarna frá himnum vísaði veginn og staðnæmdist yfir ákveðnu húsi, í Betlehem, þar sem,,Ljós heimsins“ var. Vitringarnir færðu Jesú gjafir og veittu honum lotningu.
Þetta er svo magnað, það voru til margra alda gamlar heimildir og svo var það stjarna sem vísaði mönnum veginn þangað sem ,,Ljós heimsins“ hafði fæðst.
Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.
Fjórða kertið er Englakertið, sem minnir okkur á englana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans.
Guð lét sig ekki muna um að senda engil, sem birtist hirðunum sem gættu hjarðar sinnar. Trúlega voru þeir ekki mikils metnir menn, en Guð sendi engil sinn sem birtist þeim í næturkyrrðinni og sagði:
„Verið óhræddir, því, sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn,í borg Davíðs".
Og engillinn sagði … ,, til að staðfesta það sem ég hef sagt ykkur þá munuð þið finna ungbarn reifað og lagt í jötu“ …Og á sömu stundu var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu:
,,Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu
með mönnum sem hann hefur velþóknun á“
Þegar Englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirðarnirsín á milli: ,,Förum beint til Betlehem að sjá það sem hefur gerst og Drottinn er búinn að láta okkur vita"
Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.
Þegar hirðarnir komu til Betlehem þá fundu þeir Maríu og Jósef og Jesúbarnið sem lá í jötu. Þeir sáu að það var allt rétt sem engillinn hafði sagt þeim og þeir fóru svo til baka og lofuðu og vegsömuðu Guð.
,,Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu
með mönnum sem hann hefur velþóknun á“
Já! Yður er í dag frelsari fæddur!
Við biðjum Guð að blessa þig og heimili þitt.
Megi friður Drottins vera yfir þér og fylla hvert heimili í landi okkar af gleði. Í Jesú nafni. Amen.
Þriðjudaga til föstudaga
kl. 10:00-12:00
Á opnunartíma skrifstofu og
utan opnunartíma eftir samkomulagi
Facebook
Instagram
Kt. 490780-0769
Gjafir: 0162-26-52081
Tíund: 0162-26-56052